Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   mið 31. maí 2023 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Umboðsmaðurinn vill að Brentford lækki verðmiðann
Mynd: EPA
Jaume Munell, umboðsmaður spænska markvarðarins David Raya, vill að Brentford lækki verðmiðann á skjólstæðingi sínum.

Raya á eitt ár eftir af samningi sínum og er opinn fyrir því að skoða hvaða möguleikar séu í boði fyrir sig annars staðar. „Ef Brentfod lækkar ekki verðmiðann á David Raya í sumar, þá verðum við klárir í að fara frítt næsta sumar," sagði Munell við Fabrizio Romano.

Brentford gekk í dag frá kaupum á Mark Flekken frá Freiburg og á teymið í kringum Raya von á skýrum svörum frá enska félaginu varðandi stöðu Raya.

Thomas Frank, stjóri Brentford, sagði á fréttamannafundi fyrr í mánuðinum að Raya kostaði allavega 40 milljónir punda.

Raya er 27 ára og átti frábært tímabil í ár. Hann hefur verið hjá Brentford í fjögur ár. Hann er fæddur í Barcelona en kom upp í gegnum unglingastarfið hjá Blackburn á Englandi. Hann á að baki tvo landsleiki fyrir Spán.


Athugasemdir
banner
banner
banner