Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 31. júlí 2021 14:32
Brynjar Ingi Erluson
James Rodriguez fer ekki til Real Madrid
James Rodriguez
James Rodriguez
Mynd: Getty Images
Kólumbíski sóknartengiliðurinn James Rodriguez mun ekki ganga til liðs við Real Madrid í sumar.

Everton fékk Rodriguez á frjálsri sölu frá Real Madrid fyrir síðustu leiktíð en hann eyddi sex árum hjá Madrídingum áður en hann ákvað að reyna fyrir sér á Englandi.

Carlo Ancelotti fékk Rodriguez til Everton en ítalski þjálfarinn hætti með Everton eftir tímabilið og tók aftur við Real Madrid.

Það hefur verið rætt í fjölmiðlum að Rodriguez gæti snúið aftur til Madrídinga en það er ekki í myndinni.

„Nei, ég held ekki. Það er ævintýri sem ég er búinn að upplifa og verður ekki endurtekið," sagði Rodriguez.

Hann er áhugasamur um að spila á Ítalíu.

„Ég hef spilað í öllum stærstu deildunum fyrir utan Ítalíu en ég veit það ekki. Það gæti verið góður möguleiki en maður veit aldrei hvað gerist í framtíðinni. Ég á enn eftir að spila þar og það væri gott að bæta því á ferilskrána," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner