Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að menn vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
   mið 31. júlí 2024 20:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlíðarenda
Á toppnum inn í verslunarmannahelgina - „Skemmtilegra í þessari helvítis rigningu"
Kvenaboltinn
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Valur fagnar sigurmarkinu í kvöld.
Valur fagnar sigurmarkinu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var eiginlega nákvæmlega eins og við teiknuðum þetta upp," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir 1-0 sigur gegn Breiðabliki í stórleik í Bestu deildinni í kvöld.

„Ég vil hrósa stelpunum fyrir fyrri hálfleikinn. Hann var algjörlega frábær. Ég held að þetta sé einn besti leikur sem Valur hefur spilað á móti Breiðabliki."

Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 Breiðablik

„Í seinni hálfleik var þetta annar leikur en mér fannst þetta allan tímann gott."

Valsliðið var algjörlega frábært í fyrri hálfleiknum og sigldi svo sigrinum heim í þeim seinni.

„Þetta er það sem við höfum verið að gera í undanförnum leikjum. Þetta er það sem stelpurnar eru búnar að búa til; við erum með sterkt lið og sýndum það í fyrri hálfleik sérstaklega."

Valur er núna á toppnum með þriggja stiga forskot.

„Þetta er bara einn leikur sko. Við skulum hafa það á hreinu. Blikarnir eru með gott lið og allt það, en í dag vorum við bara betri," sagði Pétur.

Valsliðið hefur misst sterka pósta að undanförnu. Má þar nefna Önnu Björk Kristjánsdóttur sem er ólétt og Amöndu Andradóttur sem fór í atvinnumennsku. En liðið er samt sem áður mjög sterkt.

„Það hafa verið mikil áföll en við erum með góða leikmenn sem eru tilbúnir í þetta líka. Ég hef enga skoðun á öðrum liðum en ég veit bara að við erum með góða breidd."

Það er gaman að taka þessi þrjú stig með inn í verslunarmannahelgina.

„Það er skemmtilegra í þessari helvítis rigningu um verslunarmannahelgina að hafa þrjú stig frekar en ekkert. Ég ætla að vera heima með konunni minni og svo ætlum við að keyra þar sem þurrt er. Ekkert að tjalda. Elta góða veðrið ef það er til einhvers staðar hérna," sagði Pétur léttur að lokum.
Athugasemdir
banner