Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   mið 31. júlí 2024 22:43
Elvar Geir Magnússon
Lék sinn fyrsta leik síðan 2022 - „Var alveg við það að gefast upp“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hápunkturinn í markalausum leik Fylkis og Fram var endurkoma Daða Ólafssonar sem hefur verið lengi frá. Hann sleit krossband í hné í upphafi árs 2023 og lék í kvöld sinn fyrsta Íslandsmótsleik síðan hann hjálpaði Fylki að komast upp árið 2022.

Daði kom inn á 80. mínútu í kvöld. Hvernig var tilfinningin að stíga loksins aftur inn á fótboltavöllinn?


Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Fram

„Það var geðveikt, þetta var langþráð," svaraði Daði skælbrosandi.

„Þetta hefur verið helvíti basl. Þetta hefur tekið eitt og hálft ár. Á tímabili hélt ég að ég myndi ekkert snúa aftur. Maður þurfti að sækja djúpt á tímabili, maður var alveg við það að gefast upp. Maður er kominn með fjölskyldu og þetta er heljarinnar fórn, maður hugsaði um að segja þetta gott en þetta er bara svo fokking gaman."

Daði lenti í nokkrum bakslögum en hélt áfram.

„Ég endaði á að fara í samanlagt fjórar aðgerðir. Þegar við fórum í æfingaferðina núna þá kom smá von," segir Daði sem vonast til þess að geta hjálpað Fylki við að halda sæti sínu í Bestu deildinni.
Athugasemdir
banner