Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   mið 31. júlí 2024 22:43
Elvar Geir Magnússon
Lék sinn fyrsta leik síðan 2022 - „Var alveg við það að gefast upp“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hápunkturinn í markalausum leik Fylkis og Fram var endurkoma Daða Ólafssonar sem hefur verið lengi frá. Hann sleit krossband í hné í upphafi árs 2023 og lék í kvöld sinn fyrsta Íslandsmótsleik síðan hann hjálpaði Fylki að komast upp árið 2022.

Daði kom inn á 80. mínútu í kvöld. Hvernig var tilfinningin að stíga loksins aftur inn á fótboltavöllinn?


Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Fram

„Það var geðveikt, þetta var langþráð," svaraði Daði skælbrosandi.

„Þetta hefur verið helvíti basl. Þetta hefur tekið eitt og hálft ár. Á tímabili hélt ég að ég myndi ekkert snúa aftur. Maður þurfti að sækja djúpt á tímabili, maður var alveg við það að gefast upp. Maður er kominn með fjölskyldu og þetta er heljarinnar fórn, maður hugsaði um að segja þetta gott en þetta er bara svo fokking gaman."

Daði lenti í nokkrum bakslögum en hélt áfram.

„Ég endaði á að fara í samanlagt fjórar aðgerðir. Þegar við fórum í æfingaferðina núna þá kom smá von," segir Daði sem vonast til þess að geta hjálpað Fylki við að halda sæti sínu í Bestu deildinni.
Athugasemdir
banner
banner