Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að menn vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
   mið 31. júlí 2024 21:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlíðarenda
Nik svekktur: Þannig er bara best fyrir mig að lýsa því
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Katie Cousins fagnar marki sínu í kvöld.
Katie Cousins fagnar marki sínu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er svekktur með frammistöðuna, sérstaklega í fyrri hálfleiknum," sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 tap gegn Val í stórleik í Bestu deild kvenna í kvöld.

„Valur bara yfir gegn okkur og við náðum ekki að komast inn í leikinn fyrr en í seinni hálfleiknum þar sem við áttum okkar augnablik. Heilt yfir áttum við ekkert skilið í dag."

Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 Breiðablik

„Við tókum bara rangar ákvarðanir. Við vildum nýta okkur svæði en hreyfðum boltann ekki nægilega hratt. Við náðum ekki að færa okkur upp völlinn út af því. Ég held að við höfum þrisvar sinnum komist inn á þeirra vallarhelming í fyrri hálfleiknum. Við áttum augnablik en gerðum ekki nóg. Ákvarðanatökurnar voru ekki nægilega góðar."

„Við fengum færi í seinni hálfleik en við töpuðum leiknum í fyrri hálfleiknum."

Katie Cousins var besti leikmaður vallarins en Nik þekkir hana vel eftir að hafa þjálfað hana í Þrótti í tvö ár áður en hann tók við Breiðabliki. Hún valdi að breyta til og ganga til liðs við Íslandsmeistara Vals fyrir þetta tímabil og hefur verið mjög góð þar.

„Þetta var bara dagur þar sem Katie var bara Katie. Þannig er best fyrir mig að lýsa því. Ég þjálfaði hana í tvö ár og stundum tekur hún yfir svona leiki. Hún og Berglind létu þær tikka. Þær stjórnuðu 90 prósent af leiknum. Þær gerðu hlutina betur en við."

Valskonur náðu toppsætinu með þessum sigri. Blikar eru núna þremur stigum á eftir þeim.

„Þetta er ekkert öðruvísi en þegar við unnum þær fyrr á tímabilinu og við komumst þremur stigum á undan. Við eigum enn átta leiki eftir og eigum eftir að spila við þær tvisvar. Titillinn tapaðist ekki í dag. Ef við vinnum alla leikina, þá vinnum við deildina... vonandi verðum við mun betri þegar við hittum þær næst," sagði Nik.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner