Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
   mið 31. júlí 2024 21:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlíðarenda
Nik svekktur: Þannig er bara best fyrir mig að lýsa því
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Katie Cousins fagnar marki sínu í kvöld.
Katie Cousins fagnar marki sínu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er svekktur með frammistöðuna, sérstaklega í fyrri hálfleiknum," sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 tap gegn Val í stórleik í Bestu deild kvenna í kvöld.

„Valur bara yfir gegn okkur og við náðum ekki að komast inn í leikinn fyrr en í seinni hálfleiknum þar sem við áttum okkar augnablik. Heilt yfir áttum við ekkert skilið í dag."

Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 Breiðablik

„Við tókum bara rangar ákvarðanir. Við vildum nýta okkur svæði en hreyfðum boltann ekki nægilega hratt. Við náðum ekki að færa okkur upp völlinn út af því. Ég held að við höfum þrisvar sinnum komist inn á þeirra vallarhelming í fyrri hálfleiknum. Við áttum augnablik en gerðum ekki nóg. Ákvarðanatökurnar voru ekki nægilega góðar."

„Við fengum færi í seinni hálfleik en við töpuðum leiknum í fyrri hálfleiknum."

Katie Cousins var besti leikmaður vallarins en Nik þekkir hana vel eftir að hafa þjálfað hana í Þrótti í tvö ár áður en hann tók við Breiðabliki. Hún valdi að breyta til og ganga til liðs við Íslandsmeistara Vals fyrir þetta tímabil og hefur verið mjög góð þar.

„Þetta var bara dagur þar sem Katie var bara Katie. Þannig er best fyrir mig að lýsa því. Ég þjálfaði hana í tvö ár og stundum tekur hún yfir svona leiki. Hún og Berglind létu þær tikka. Þær stjórnuðu 90 prósent af leiknum. Þær gerðu hlutina betur en við."

Valskonur náðu toppsætinu með þessum sigri. Blikar eru núna þremur stigum á eftir þeim.

„Þetta er ekkert öðruvísi en þegar við unnum þær fyrr á tímabilinu og við komumst þremur stigum á undan. Við eigum enn átta leiki eftir og eigum eftir að spila við þær tvisvar. Titillinn tapaðist ekki í dag. Ef við vinnum alla leikina, þá vinnum við deildina... vonandi verðum við mun betri þegar við hittum þær næst," sagði Nik.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner