
Haukar og KR unnu bæði mikilvæga leiki í toppbaráttu 2. deildar kvenna í dag.
KR lagði Einherja að velli, 2-1, á Vopnafirði. Anna María Bergþórsdóttir og Makayla Soll komu KR-ingum í tveggja marka forystu en Oddný Karólína Hafsteinsdóttir minnkaði muninn fyrir heimakonur þegar hálftími var eftir.
Lengra komst Einherji ekki og sigur KR því staðreynd. Þá unnu Haukar lið Völsungs með sömu markatölu.
Júlía Margrét Sveinsdóttir kom Völsungi í 1-0 á 29. mínútu og aðeins sjö mínútum síðar fékk Kristín Erla Halldórsdóttir að líta sitt annað gula spjald í liði Hauka.
Haukar voru manni færri og þurftu því að takast á við stóra áskorun og gerðu það vel. Halla Þórdís Svansdóttir jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks og þá gerði markahæsta kona deildarinnar, Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir, sigurmarkið snemma í síðari.
Haukar eru á toppnum með 41 stig á meðan KR er í öðru með 39 stig. Völsungur er síðan í 3. sætinu með 35 stig þegar fjórar umferðir eru eftir.
A-úrslit:
Einherji 1 - 2 KR
0-1 Anna María Bergþórsdóttir ('32 )
0-2 Makayla Soll ('50 )
1-2 Oddný Karólína Hafsteinsdóttir ('64 )
Völsungur 1 - 2 Haukar
1-0 Júlía Margrét Sveinsdóttir ('29 )
1-1 Halla Þórdís Svansdóttir ('43 )
1-2 Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir ('48 )
Rautt spjald: Kristín Erla Halldórsdóttir ('36, Haukar )
B-úrslit:
KH 2 - 2 Sindri
1-0 Tinna Guðjónsdóttir ('25 )
2-0 Fanney Rún Guðmundsdóttir ('36 )
2-1 Kiara Kilbey ('59 )
2-2 Kiara Kilbey ('65 )
C-úrslit:
Dalvík/Reynir 0 - 1 Vestri
0-1 Mimi Eiden ('63 )
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir