Þróttur V. gefur ekkert eftir í toppbaráttunni í 2. deild en liðið vann 5-0 sigur á KF í 20. umferð deildarinnar í dag. Reynir S. féll þá niður í 2. deild eftir markalaust jafntefli við Hauka.
Selfoss er þegar búið að tryggja sæti sitt í Lengjudeildina og eru því þrjú lið í baráttunni um síðasta lausa sætið.
Haukur Darri Pálsson skoraði tvö fyrir Þróttara gegn KF í dag og þá komust þeir Ólafur Örn Eyjólfsson, Guðni Sigþórsson og Jóhann Þór Arnarsson einnig á blað.
Deildin er það jöfn að nú skiptir máli að styrkja markatöluna og þar standa Vogamenn best að vígi.
Liðið er í 3. sæti með 38 stig, stigi á eftir Völsungi sem er í öðru sætinu. Víkingur Ó. er í fjórða sætinu með 35 stig og á leik inni.
Reynir Sandgerði og Haukar gerðu þá markalaus jafntefli í Sandgerði.
Markalausa jafnteflið þýðir það að Reynir, sem er með 12 stig á botni deildarinnar, er fallinn niður um deild. Haukar eru í 6. sæti með 26 stig.
Þróttur V. 5 - 0 KF
1-0 Haukur Darri Pálsson ('8 )
2-0 Ólafur Örn Eyjólfsson ('14 )
3-0 Guðni Sigþórsson ('19 )
4-0 Jóhann Þór Arnarsson ('28 )
5-0 Haukur Darri Pálsson ('90 )
Reynir S. 0 - 0 Haukar
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir