„Helvíti ferskur. Mikilvægur sigur, Afturelding tapaði þannig við erum að stíga stórt skref upp í topp sex," sagði Þorlákur Breki Þ. Baxter, leikmaður ÍBV, eftir sigur liðsins gegn ÍA í dag.
Lestu um leikinn: ÍBV 2 - 0 ÍA
„Nú er smá frí og svo undirbúum við okkur undir Blika. Við ætlum að ná í úrslit þar, þetta er í okkar höndum."
ÍBV hefur náð í mjög góð úrslit gegn toppliðunum í sumar.
„Við förum inn í alla leiki til að vinna. Skiptir ekki máli hvort þú heitir ÍA eða Breiðablik fyrir okkur," sagði Þorlákur.
Þorlákur kom ÍBV á bragðið með langþráðu marki.
„Það skiptir ekki máli hver skorar, við áttum að vera búnir að skora í fyrri hálfleik fannst mér. Þeir komust varla yfir miðju. Ég er glaður að skora, langt síðan síðast, loksins," sagði Þorlákur.
Besta-deild karla
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. Víkingur R. | 22 | 12 | 6 | 4 | 47 - 27 | +20 | 42 |
| 2. Valur | 22 | 12 | 4 | 6 | 53 - 35 | +18 | 40 |
| 3. Stjarnan | 22 | 12 | 4 | 6 | 43 - 35 | +8 | 40 |
| 4. Breiðablik | 22 | 9 | 7 | 6 | 37 - 35 | +2 | 34 |
| 5. FH | 22 | 8 | 6 | 8 | 41 - 35 | +6 | 30 |
| 6. Fram | 22 | 8 | 5 | 9 | 32 - 31 | +1 | 29 |
| 7. ÍBV | 22 | 8 | 5 | 9 | 24 - 28 | -4 | 29 |
| 8. KA | 22 | 8 | 5 | 9 | 29 - 39 | -10 | 29 |
| 9. Vestri | 22 | 8 | 3 | 11 | 23 - 28 | -5 | 27 |
| 10. KR | 22 | 6 | 6 | 10 | 42 - 51 | -9 | 24 |
| 11. ÍA | 22 | 7 | 1 | 14 | 26 - 43 | -17 | 22 |
| 12. Afturelding | 22 | 5 | 6 | 11 | 29 - 39 | -10 | 21 |
Athugasemdir
























