Breiðablik heimsótti Víking heim í Víkina fyrr í kvöld. Leikar enduðu með 2-2 jafntefli í baráttuleik. Valgeir Valgeirsson, leikmaður Breiðabliks, mætti í viðtal að leik loknum.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 2 Breiðablik
„Þetta er alvöru titilbarátta í deildinni. Þetta eru mikilvæg stig eftir hvernig þetta fór í byrjun seinni hálfleiks. Fyrir það leið manni helvíti vel. Maður vildi vera yfir í fyrri hálfleiks, sáttur og ekki sáttur þannig séð.“
Viktor Karl fékk að líta rauða spjaldið þegar lítið var liðið á síðari hálfleikinn.
„Þetta var brot, en mér fannst bæði Damir og Viktor Örn vera fyrir aftan Viktor Karl þannig að mér fannst hann ekki vera aftasti maður og ekki ræna upplögðu marktækifæri, því það eru tveir menn fyrir bak við hann, þannig nei mér fannst þetta ekki vera rautt.“
Toppbaráttan í Bestu-deildinni er spennandi, fjögur lið keppast um þann stóra.
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera. Núna þurfum við bara að hugsa um okkur og gera okkur tilbúna fyrir næsta leik.“
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Valur | 21 | 12 | 4 | 5 | 52 - 33 | +19 | 40 |
2. Víkingur R. | 21 | 11 | 6 | 4 | 40 - 27 | +13 | 39 |
3. Stjarnan | 21 | 11 | 4 | 6 | 41 - 34 | +7 | 37 |
4. Breiðablik | 20 | 9 | 6 | 5 | 36 - 31 | +5 | 33 |
5. FH | 21 | 8 | 5 | 8 | 39 - 33 | +6 | 29 |
6. Fram | 21 | 8 | 4 | 9 | 30 - 29 | +1 | 28 |
7. ÍBV | 21 | 8 | 4 | 9 | 23 - 27 | -4 | 28 |
8. Vestri | 21 | 8 | 3 | 10 | 22 - 24 | -2 | 27 |
9. KA | 21 | 7 | 5 | 9 | 25 - 38 | -13 | 26 |
10. KR | 21 | 6 | 6 | 9 | 42 - 44 | -2 | 24 |
11. Afturelding | 21 | 5 | 6 | 10 | 28 - 36 | -8 | 21 |
12. ÍA | 20 | 5 | 1 | 14 | 20 - 42 | -22 | 16 |
Athugasemdir