Breiðablik heimsótti Víking heim í Víkina fyrr í kvöld. Leikar enduðu með 2-2 jafntefli í stórskemmtilegum leik. Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, mætti í viðtal að leik loknum.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 2 Breiðablik
„Við ætluðum svo sannarlega að vinna þegar við mættum hingað. En þegar við lentum marki og manni undir gegn frábæru liði, þá tökum við stigið.“
Viktor Karl var rekinn af velli þegar stutt var liðið af síðari hálfleik.
„Ég viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur. Mér fannst þetta klaufalegt hjá Viktori Karli, of lengi á boltanum og flækist í honum. Mér datt aldrei í hug að það væri að koma rautt spjald, kannski sá ég þetta ekki nægilega vel.“
Bæði mörk Breiðabliks komu úr föstum leikatriðum, þar sem sending kemur á fjærsvæðið á Damir Muminovic sem skallar fyrir markið.
„Eiður Ben var búinn að kortleggja hvernig þeir verjast föstum leikatriðum vel. Þú mátt kíkja í Ipadinn hjá okkur, þetta var beint af æfingasvæðinu.“
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir