Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
„Það verða læti í okkur, það er alveg klárt"
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
banner
   lau 22. júní 2013 16:40
Arnar Daði Arnarsson
Óli Þórðar: Lagðir í einelti af stétt dómara
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings var allt annað en sáttur eftir jafnteflisleik gegn Haukum á heimavelli í dag. Víkingar komust í 2-0 og voru með leikinn í hendi sér. Marko Pavlov fékk síðan að líta rauða spjaldið fyrir tveggja fótatæklingu og augljós vítaspyrna var færð út fyrir teig Hauka skömmu áður. Haukarnir nýttu sér það og skoruðu tvö mörk undir lokin.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 Haukar

,,Við gáfum því miður eftir og gáfum frá okkur stig," sagði Óli Þórðar. þjálfari Víkinga sem voru 2-0 yfir en glutruðu forskotinu niður í jafntefli. Víkingar benda líklega flestir á dómarann, þegar spurt er, hver ástæðan hafi verið.

,,Það sjá það allir sem voru á vellinum að dómgæslan í leiknum var ekki hátt skrifuð. Þriðja leikinn í röð sem við lendum í þvílíkri dómgæslu. Ef ég myndi tala hreint út um það hvað mér finnst um þessa dómgæslu þá fengi ég líklega leikbann frá KSÍ," sagði Ólafur allt annað en sáttur með Halldór Breiðfjörð dómara leiksins og hann hélt áfram,

,,Þetta gengur ekki lengur. Við erum gjörsamlega lagðir í einelti af dómarastéttinni. Þeir virðast allir ætla að hefna fyrir það sem gerðist á Leiknisvelli þegar einhver stjórnarmaður hjá Víking missir eitthvað útúr sér og þá á það að bitna á liðinu í næstu tíu umferðum. Þetta gengur ekki upp. KSÍ verður að fara skoða þessi mál hjá sér," sagði Ólafur en þessi ummæla hans hafa að mörguleyti rétt á sér. Halldór Breiðfjörð dómari leiksins var langt í frá að vera samkvæmur sjálfum sér í leiknum en til að mynda hætti hann að spjalda fyrir jafn mikil brot og hann hafði spjaldað fyrir áður en Víkingar fengu að líta rauða spjaldið.

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá við Ólaf í sjónvarpinu hér að ofan, sjón er sögu ríkari.
Athugasemdir
banner