Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 22. júní 2013 16:40
Arnar Daði Arnarsson
Óli Þórðar: Lagðir í einelti af stétt dómara
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings var allt annað en sáttur eftir jafnteflisleik gegn Haukum á heimavelli í dag. Víkingar komust í 2-0 og voru með leikinn í hendi sér. Marko Pavlov fékk síðan að líta rauða spjaldið fyrir tveggja fótatæklingu og augljós vítaspyrna var færð út fyrir teig Hauka skömmu áður. Haukarnir nýttu sér það og skoruðu tvö mörk undir lokin.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 Haukar

,,Við gáfum því miður eftir og gáfum frá okkur stig," sagði Óli Þórðar. þjálfari Víkinga sem voru 2-0 yfir en glutruðu forskotinu niður í jafntefli. Víkingar benda líklega flestir á dómarann, þegar spurt er, hver ástæðan hafi verið.

,,Það sjá það allir sem voru á vellinum að dómgæslan í leiknum var ekki hátt skrifuð. Þriðja leikinn í röð sem við lendum í þvílíkri dómgæslu. Ef ég myndi tala hreint út um það hvað mér finnst um þessa dómgæslu þá fengi ég líklega leikbann frá KSÍ," sagði Ólafur allt annað en sáttur með Halldór Breiðfjörð dómara leiksins og hann hélt áfram,

,,Þetta gengur ekki lengur. Við erum gjörsamlega lagðir í einelti af dómarastéttinni. Þeir virðast allir ætla að hefna fyrir það sem gerðist á Leiknisvelli þegar einhver stjórnarmaður hjá Víking missir eitthvað útúr sér og þá á það að bitna á liðinu í næstu tíu umferðum. Þetta gengur ekki upp. KSÍ verður að fara skoða þessi mál hjá sér," sagði Ólafur en þessi ummæla hans hafa að mörguleyti rétt á sér. Halldór Breiðfjörð dómari leiksins var langt í frá að vera samkvæmur sjálfum sér í leiknum en til að mynda hætti hann að spjalda fyrir jafn mikil brot og hann hafði spjaldað fyrir áður en Víkingar fengu að líta rauða spjaldið.

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá við Ólaf í sjónvarpinu hér að ofan, sjón er sögu ríkari.
Athugasemdir
banner