Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   lau 22. júní 2013 16:40
Arnar Daði Arnarsson
Óli Þórðar: Lagðir í einelti af stétt dómara
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings var allt annað en sáttur eftir jafnteflisleik gegn Haukum á heimavelli í dag. Víkingar komust í 2-0 og voru með leikinn í hendi sér. Marko Pavlov fékk síðan að líta rauða spjaldið fyrir tveggja fótatæklingu og augljós vítaspyrna var færð út fyrir teig Hauka skömmu áður. Haukarnir nýttu sér það og skoruðu tvö mörk undir lokin.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 Haukar

,,Við gáfum því miður eftir og gáfum frá okkur stig," sagði Óli Þórðar. þjálfari Víkinga sem voru 2-0 yfir en glutruðu forskotinu niður í jafntefli. Víkingar benda líklega flestir á dómarann, þegar spurt er, hver ástæðan hafi verið.

,,Það sjá það allir sem voru á vellinum að dómgæslan í leiknum var ekki hátt skrifuð. Þriðja leikinn í röð sem við lendum í þvílíkri dómgæslu. Ef ég myndi tala hreint út um það hvað mér finnst um þessa dómgæslu þá fengi ég líklega leikbann frá KSÍ," sagði Ólafur allt annað en sáttur með Halldór Breiðfjörð dómara leiksins og hann hélt áfram,

,,Þetta gengur ekki lengur. Við erum gjörsamlega lagðir í einelti af dómarastéttinni. Þeir virðast allir ætla að hefna fyrir það sem gerðist á Leiknisvelli þegar einhver stjórnarmaður hjá Víking missir eitthvað útúr sér og þá á það að bitna á liðinu í næstu tíu umferðum. Þetta gengur ekki upp. KSÍ verður að fara skoða þessi mál hjá sér," sagði Ólafur en þessi ummæla hans hafa að mörguleyti rétt á sér. Halldór Breiðfjörð dómari leiksins var langt í frá að vera samkvæmur sjálfum sér í leiknum en til að mynda hætti hann að spjalda fyrir jafn mikil brot og hann hafði spjaldað fyrir áður en Víkingar fengu að líta rauða spjaldið.

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá við Ólaf í sjónvarpinu hér að ofan, sjón er sögu ríkari.
Athugasemdir
banner
banner