Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 22. júní 2013 16:40
Arnar Daði Arnarsson
Óli Þórðar: Lagðir í einelti af stétt dómara
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings var allt annað en sáttur eftir jafnteflisleik gegn Haukum á heimavelli í dag. Víkingar komust í 2-0 og voru með leikinn í hendi sér. Marko Pavlov fékk síðan að líta rauða spjaldið fyrir tveggja fótatæklingu og augljós vítaspyrna var færð út fyrir teig Hauka skömmu áður. Haukarnir nýttu sér það og skoruðu tvö mörk undir lokin.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 Haukar

,,Við gáfum því miður eftir og gáfum frá okkur stig," sagði Óli Þórðar. þjálfari Víkinga sem voru 2-0 yfir en glutruðu forskotinu niður í jafntefli. Víkingar benda líklega flestir á dómarann, þegar spurt er, hver ástæðan hafi verið.

,,Það sjá það allir sem voru á vellinum að dómgæslan í leiknum var ekki hátt skrifuð. Þriðja leikinn í röð sem við lendum í þvílíkri dómgæslu. Ef ég myndi tala hreint út um það hvað mér finnst um þessa dómgæslu þá fengi ég líklega leikbann frá KSÍ," sagði Ólafur allt annað en sáttur með Halldór Breiðfjörð dómara leiksins og hann hélt áfram,

,,Þetta gengur ekki lengur. Við erum gjörsamlega lagðir í einelti af dómarastéttinni. Þeir virðast allir ætla að hefna fyrir það sem gerðist á Leiknisvelli þegar einhver stjórnarmaður hjá Víking missir eitthvað útúr sér og þá á það að bitna á liðinu í næstu tíu umferðum. Þetta gengur ekki upp. KSÍ verður að fara skoða þessi mál hjá sér," sagði Ólafur en þessi ummæla hans hafa að mörguleyti rétt á sér. Halldór Breiðfjörð dómari leiksins var langt í frá að vera samkvæmur sjálfum sér í leiknum en til að mynda hætti hann að spjalda fyrir jafn mikil brot og hann hafði spjaldað fyrir áður en Víkingar fengu að líta rauða spjaldið.

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá við Ólaf í sjónvarpinu hér að ofan, sjón er sögu ríkari.
Athugasemdir
banner
banner