Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
Gabríel Aron: Það er mín upplifun
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
   lau 22. júní 2013 16:40
Arnar Daði Arnarsson
Óli Þórðar: Lagðir í einelti af stétt dómara
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings var allt annað en sáttur eftir jafnteflisleik gegn Haukum á heimavelli í dag. Víkingar komust í 2-0 og voru með leikinn í hendi sér. Marko Pavlov fékk síðan að líta rauða spjaldið fyrir tveggja fótatæklingu og augljós vítaspyrna var færð út fyrir teig Hauka skömmu áður. Haukarnir nýttu sér það og skoruðu tvö mörk undir lokin.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 Haukar

,,Við gáfum því miður eftir og gáfum frá okkur stig," sagði Óli Þórðar. þjálfari Víkinga sem voru 2-0 yfir en glutruðu forskotinu niður í jafntefli. Víkingar benda líklega flestir á dómarann, þegar spurt er, hver ástæðan hafi verið.

,,Það sjá það allir sem voru á vellinum að dómgæslan í leiknum var ekki hátt skrifuð. Þriðja leikinn í röð sem við lendum í þvílíkri dómgæslu. Ef ég myndi tala hreint út um það hvað mér finnst um þessa dómgæslu þá fengi ég líklega leikbann frá KSÍ," sagði Ólafur allt annað en sáttur með Halldór Breiðfjörð dómara leiksins og hann hélt áfram,

,,Þetta gengur ekki lengur. Við erum gjörsamlega lagðir í einelti af dómarastéttinni. Þeir virðast allir ætla að hefna fyrir það sem gerðist á Leiknisvelli þegar einhver stjórnarmaður hjá Víking missir eitthvað útúr sér og þá á það að bitna á liðinu í næstu tíu umferðum. Þetta gengur ekki upp. KSÍ verður að fara skoða þessi mál hjá sér," sagði Ólafur en þessi ummæla hans hafa að mörguleyti rétt á sér. Halldór Breiðfjörð dómari leiksins var langt í frá að vera samkvæmur sjálfum sér í leiknum en til að mynda hætti hann að spjalda fyrir jafn mikil brot og hann hafði spjaldað fyrir áður en Víkingar fengu að líta rauða spjaldið.

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá við Ólaf í sjónvarpinu hér að ofan, sjón er sögu ríkari.
Athugasemdir
banner
banner