„Við berjumst fyrir öllum boltum og þannig spilum við bara. Við förum 100% í alla bolta og eins og Hreinsi sagði: Ef við náum ekki að spila yfir þá hlaupum við yfir þá," segir Atli Sigurjónsson, leikmaður Þórs.
Þórsarar náðu í sinn fyrsta sigur í Pepsi-deildinni í dag þegar þeir unnu Framar 1-0 á útivelli.
„Það er fínt að vera kominn með fyrstu þrjú stigin, þá eru þau komin og ekkert stress í næstu leikjum. Nú er bara næsti leikur og vonandi þrjú stig þar líka," segir Atli.
Sjá má viðtalið við Atla í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.























