,,Þeir áttu helling af færum þar sem þeir hefðu getað klárað þetta og voru meira með boltann þó við höfum líka fengið færi til að stela þessu. Eitt stig á útivelli, ég er sáttur með það," sagði Atli Sigurjónsson miðjumaður Þórs eftir 1-1 jafntefli gegn Fylki í dag.
,,Við komumst yfir og fengum bara eitt mark á okkur en vorum ekki lentir 5-0 undir eftir 30 sekúndur eins og í hinum leikjunum."
Þórsarar hafa núna krækt í fimm stig í síðustu þremur leikjum og Atli segir að það gefi liðinu byr undir báða vængi.
,,Þetta gefur okkur byr undir alla vængina og er fínt upp á framhaldið," sagði Atli léttur í bragði.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.

























