,,Þetta var kannski ekki fallegasti sigur sem FH hefur unnið en þrjú stig engu að síður," sagði Björn Daníel Sverrisson leikmaður FH eftir 2-1 sigur liðsins á Fram í kvöld.
Björn Daníel sparkaði í Almarr Ormarsson þegar boltinn var víðsfjarri í síðari hálfleiknum og var heppinn að sleppa frá rauðu spjaldi. Björn vill þó meina að um ekkert spjald hafi verið að ræða.
Björn Daníel sparkaði í Almarr Ormarsson þegar boltinn var víðsfjarri í síðari hálfleiknum og var heppinn að sleppa frá rauðu spjaldi. Björn vill þó meina að um ekkert spjald hafi verið að ræða.
,,Ég veit ekkert hvað þú ert að tala um. Það var eitthvað vesen á miðjunni og við hlupum eitthvað saman. Menn duttu um hvorn annan en ég átti allan tímann að vera inn á."
Björn Daníel skoraði fyrra mark FH í leiknum og fagnaði því með því að taka nokkur dansspor út við hornfána.
,,Ég tók skemmtilegan dans og vona að þetta sé eitt af fögnum sumarsins. Ég er búinn að æfa þetta vel og lengi og ég vil þakka Boris Lumbana í KA fyrir að kenna mér þennan dans. Hann er góður dansari," sagði Björn Daníel léttur í bragði en hann fær nú frí til að æfa fögnin ennþá betur.
,,Ég er í banni í næsta leik þannig að ég hef meiri tíma til að búa til fleiri dansa," sagði Björn Daníel að lokum.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.






















