Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   mán 27. júní 2011 22:18
Magnús Már Einarsson
Björn Daníel: Vil þakka Boris Lumbana fyrir að kenna dans
Björn Daníel fagnar marki sínu í kvöld.
Björn Daníel fagnar marki sínu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þetta var kannski ekki fallegasti sigur sem FH hefur unnið en þrjú stig engu að síður," sagði Björn Daníel Sverrisson leikmaður FH eftir 2-1 sigur liðsins á Fram í kvöld.

Björn Daníel sparkaði í Almarr Ormarsson þegar boltinn var víðsfjarri í síðari hálfleiknum og var heppinn að sleppa frá rauðu spjaldi. Björn vill þó meina að um ekkert spjald hafi verið að ræða.

,,Ég veit ekkert hvað þú ert að tala um. Það var eitthvað vesen á miðjunni og við hlupum eitthvað saman. Menn duttu um hvorn annan en ég átti allan tímann að vera inn á."

Björn Daníel skoraði fyrra mark FH í leiknum og fagnaði því með því að taka nokkur dansspor út við hornfána.

,,Ég tók skemmtilegan dans og vona að þetta sé eitt af fögnum sumarsins. Ég er búinn að æfa þetta vel og lengi og ég vil þakka Boris Lumbana í KA fyrir að kenna mér þennan dans. Hann er góður dansari," sagði Björn Daníel léttur í bragði en hann fær nú frí til að æfa fögnin ennþá betur.

,,Ég er í banni í næsta leik þannig að ég hef meiri tíma til að búa til fleiri dansa," sagði Björn Daníel að lokum.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
banner