Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   þri 02. apríl 2013 11:19
Elvar Geir Magnússon
Stuðningsmenn St Pauli gegn hommafóbíu
Mynd: Getty Images
Bandaríkjamaðurinn Robbie Rogers lagði skóna á hilluna fyrr á þessu ári eftir að hafa komið út úr skápnum. Í viðtali við Guardian sagði Rodgers að það væri ómögulegt fyrir samkynhneigða leikmenn að spila í efstu deildum.

Stuðningsmenn St. Pauli í Þýskalandi eru alltaf skemmtilegir og þeir brugðust við þessum orðum Rogers með því að mótmæla hommafóbíu á leik liðsins.

Það var Gay Pride stemning í stúkunni og fólk með borða og blöðrur í öllum litum regnbogans. Þess má geta að fyrrum stjórnarformaður St. Pauli, Corny Littmann, er opinberlega samkynhneigður.

Hér að neðan má sjá myndband og myndir úr stúkunni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner