Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
   fös 04. október 2013 21:22
Magnús Már Einarsson
Björn Daníel í handbolta: Mamma og pabbi á límingunum
Björn Daníel Sverrisson.
Björn Daníel Sverrisson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Björn Daníel Sverrisson, leikmaður FH, reif handboltaskóna fram í kvöld og spilaði með ÍH þegar liðið tapaði naumlega 22-21 gegn Aftureldingu í 1. deild karla í handbolta.

„Bróðir minn er í þessu liði. Ég tók tvær æfingar með þeim í vikunni og langaði að taka einn leik áður en ég fer út. Þetta var drullugaman og það hefði verið þvílíkt sætt að stela stigi af líklega besta liðinu í 1. deildinni," sagði Björn Daníel við Fótbolta.net eftir leikinn í kvöld.

Björn Daníel spilaði á miðjunni hjá ÍH í dag en hann komst ekki á blað.

„Ég var svakalegur á æfingum í vikunni og ég hélt að ég væri alveg með þetta ennþá en það er fáránlegt að spila á móti gaurum sem eru tveir metrar. Ég þarf að spila einn leik á móti lakari andstæðingum og þá næ ég kannski að setja hann."

Björn Daníel var kominn í unglingalandsliðið í handbolta áður en hann lagði harpixið á hilluna 17 ára gamall.

„Það var svo ógeðslega leiðinlegt að æfa handbolta. Þetta var svo mikil taktík og kjaftæði að ég ákvað að fara í fótboltann. Ég held að allir sem að hafa spilað hand og fótbolta og geta eitthvað í fótbolta segja að fótboltinn sé skemmtilegri. Það er gaman að spila handbolta en leiðinlegt að æfa."

Um áramótin mun Björn Daníel ganga í raðir Viking í Noregi en hann segist ekki hafa óttast meiðsli í dag.

„Ég fór varlega í þetta. Mamma og pabbi voru á límingunum í allan daginn og hringdu í mig og sögðu mér að hætta við þetta. Ég fór í contact en passaði mig að snúa ekki ökklana og slíta eitthvað í hnjánum. Ég slapp heill frá þessu og er sáttur," sagði Björn Daníel að lokum.

Hér að ofan má sjá viðtalið við Björn í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner