Félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro og Bruno - Real vill fá Trent frá Liverpool - Alonso ætlar að stýra Liverpool, Real og Bayern
   mán 04. júní 2018 09:50
Magnús Már Einarsson
HM hópur Þýskalands: Sane ekki valinn
Sane fer ekki á HM.
Sane fer ekki á HM.
Mynd: Getty Images
Joachim Löw, þjálfari Þýskalands, tilkynnti nú rétt í þessu 23 manna hóp sinn fyrir HM í Rússlandi.

Leroy Sane, kantmaður Manchester City, er ekki í hópnum þrátt fyrir frábært tímabil á Englandi. Hann hefur ekki náð sömu hæðum með þýska landsliðinu og City.

Manuel Neuer, markvörður Bayern Munchen, fer með en hann er nýbyrjaður að spila aftur eftir meiðsli sem höfðu haldið honum frá keppni í átta mánuði.

Bernd Leno markvörður Bayer Leverkusen dettur úr 27 manna hópnum sem og Sane, Nils Petersen hjá Freiburg og Jonathan Tah hjá Bayer Leverkusen.

Þjóðverjar eru í F-riðli á HM með Svíþjóð, Mexíkó og Suður-Kóreu.

Markverðir: Manuel Neuer (Bayern Munchen), Marc-Andre ter Stegen (Barcelona), Kevin Trapp (Paris St-Germain)

Varnarmenn: Jerome Boateng (Bayern Munchen), Matthias Ginter (Borussia Monchengladbach), Jonas Hector (Cologne), Mats Hummels (Bayern Munchen), Joshua Kimmich (Bayern Munchen), Marvin Plattenhardt (Hertha Berlin), Antonio Rudiger (Chelsea), Niklas Sule (Bayern Munchen)

Miðjumenn: Julian Brandt (Bayer Leverkusen), Julian Draxler (Paris St-Germain), Leon Goretska (Schalke), Ilkay Gundogan (Manchester City), Sami Khedira (Juventus), Toni Kroos (Real Madrid), Mesut Ozil (Arsenal), Sebastian Rudy (Bayern Munchen)

Framherjar: Mario Gomez (Stuttgart), Thomas Muller (Bayern Munchen), Marco Reus (Borussia Dortmund), Timo Werner (RB Leipzig)




Athugasemdir
banner
banner
banner