þri 03. júlí 2018 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 2. deild: Var djúpur og náði bara að hamra inn einu
Hafliði Sigurðarson (Afturelding)
Hafliði Sigurðarson.
Hafliði Sigurðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Maður sá kannski ekki fyrir sér svona stóran sigur fyrir leik en menn voru mjög mótiveraðir," segir Hafliði Sigurðarson, leikmaður Aftureldingar, í samtali við Fótbolta.net. Hann er leikmaður 8. umferðar í 2. deild karla.

Hafliði fór fyrir Aftureldingu sem vann frekar óvæntan stórsigur á Þrótti Vogum, 6-1. Þróttarar hafa verið að spila feyknavel í sumar og því kom svona stórsigur á óvart. Afturelding er núna með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar.

„Við höfum verið að lenda undir í flestum okkar leikjum en það var gott að komast loksins yfir og ná að keyra aðeins á þá."

„Þetta hefur farið vel af stað hjá okkur. Markmiðið er náttúrulega að klára þessa deild með eins mörg stig og við getum. Einn leikur í einu og allt það."

Hafliði, sem er tvítugur, er á sínu öðru tímabili hjá Aftureldingu sem lánsmaður frá Fylki.

„Ég elska að vera hérna, strákarnir allir toppmenn og mikill metnaður í gangi, bæði hjá þjálfurum og leikmönnum," segir Hafliði en er hann tilbúinn að skuldbinda sig Aftureldingu enn frekar?

„Það er erfitt að segja á þessum tímapunkti, en mér líður mjög vel hérna eins og staðan er núna. Ef Alli hundur ( (Alexander Aron Davorsson) nennir að taka annað tímabil í Eldingunni þá væri allavega leiðinlegt að missa af því, finnur þessi gæði ekki hvar sem er," sagði Hafliði á léttu nótunum.

Hafliði skoraði aðeins eitt mark fyrir Aftureldingu í 2. deildinni í fyrra. Hann er nú þegar búinn að skora sex mörk. Hvað hefur breyst hjá honum?

„Maður er búinn að æfa vel og Addi þjálfari ákvað að gefa mér meira frjálsræði inn á vellinum og ég er að spila framar á vellinum," sagði Hafliði, en hann hefur verið að spila framarlega á miðju og sem kantmaður í sumar. Hann var kantmaður í leiknum gegn Þrótti þar sem hann skoraði tvö mörk og var heilt yfir mjög góður.

„Ég var meira djúpur á miðju í fyrra að dreifa spilinu og náði bara að hamra inn einu."

Hann þurfti ekki mikinn umhugsunartíma til þess að svara síðustu spurningu fréttamanns.

„Að sjálfsögðu tel ég okkur geta farið upp," sagði Hafliði að lokum.

Næsti umferð í 2. deild hefst á morgun.

Sjá einnig:
Leikmaður 1. umferðar: Adam Örn Guðmundsson - Fjarðabyggð
Leikmaður 2. umferðar: Páll Sindri Einarsson - Kári
Leikmaður 3. umferðar: Ásgeir Kristjánsson - Völsungur
Leikmaður 5. umferðar: Ásgeir Kristjánsson - Völsungur
Leikmaður 6. umferðar: Brynjar Kristmundsson - Þróttur V.
Leikmaður 7. umferðar: Daniel Badu - Vestri
Leikmaður 8. umferðar: Brynjar Árnason - Höttur
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner