Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
banner
   fim 06. desember 2018 18:15
Magnús Már Einarsson
Dalot: Munum klárlega ná Meistaradeildarsæti
Portúgalski bakvörðurinn Diogo Dalot segist ekki hugsa um annað en að ná Meistaradeildarsæti með Manchester United á þessu tímabili.

Hinn 19 ára gamli Dalot byrjaði sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í 2-2 jafntefli gegn Arsenal í gær. United er í áttunda sæti eftir leikinn, átta stigum frá fjórða sætinu, en Dalot er ennþá bjartsýnn á að ná Meistaradeildarsæti.

„Við förum að sofa hugsandi um það að komast í topp fjóra og við vöknum hugsandi um það að komast í topp fjóra. Við munum klárlega ná þangað. Það er okkar aðalmarkmið núna," sagði Dalot.

„Við þurfum að bæta okkur sem lið í hverjum einasta leik. Liðsandinn og baráttuandinn er þarna og við munum ná þessu."

„Við þurfum stig til að klifra upp töfluna. Það er stór leikur framundan gegn Fulham. Eitt af því sem ég hef tekið eftir á Englandi er að það er enginn auðveldur leikur. Það er enginn leikur þar sem þú getur slakað á."

„Við erum að bæta okkur og erum að berjast til að ná úrslitum. Við erum að verða betri og betri."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir