Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mán 15. júlí 2019 22:31
Stefán Marteinn Ólafsson
Kjartan Stefáns: Við erum ógurlegt gervigras lið
Kvenaboltinn
Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis
Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkisstúlkur heimsóttu Keflavík suður með sjó þegar lokið var við 9.Umferð Pepsi Max deildar kvenna.
Fyrir leikinn höfðu Fylkir haft fínasta tak á Keflvíkingum en það átti eftir að breytast í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  0 Fylkir

„Svekkjandi, fúlar yfir þessu tapi en það er alveg klárt að Keflvíkingar voru betri en við í dag." Sagði Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis eftir leikinn í dag.

„Ég held að við höfum bara að við höfum ekki komið nógu ákveðnar til leiks, ég held að það hafi verið. Við ætluðum okkur að vera mjög ákveðnar í dag, ég held að ákveðnin hafi unnið þennan leik."

Fylkisstelpur hafa ekki verið að uppskera mikið í síðustu leikjum en til að mynda hafa þær núna einungis fengið eitt stig úr síðustu sex leikjum sínum í Pepsi Max deildinni en er of snemmt að fara tala um krísu?
„Það er alveg áhyggjuefni en svona það er kannski bara að klára ekki leikina með góðum skotum á markið, við hittum bara markmanninn svolítið vel i dag, hún greip þetta allt. Við fengum ágætis tækifæri til þess að  gera betur en kláruðum kannski ekki á síðasta þriðjung nógu vel.
„Nei það er enginn krísa, við erum alveg laus við það. Við töluðum alveg um það í fyrra þegar við vorum í Inkasso að ef við færum upp gætum við alveg eins farið aftur niður og þá förum við bara aftur upp og þegar maður er að vesenast eitthvað svona í ungu liði, ég held ég sé með nokkrar þarna sem eru nýbúnar að klára tíunda bekk sem eru að spila í Pepsi deildinni og það er til að mynda bara markmaðurinn okkar, hún þarf að skólast aðeins til alveg eins og hinir leikmennirnir, ég held bara að heilt yfir skulum við ekki tala um krísu en við erum samt alveg hugsi. Það er alveg klárt."


„Mér fannst leikurinn sem slíkur ekki alveg okkar en hvort það er grasið ég veit það ekki, við erum ógurlegt gervigras lið."

Nánar er rætt við Kjartan Stefánsson þjálfara Fylkis í spilaranum hér að ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner