Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   mán 15. júlí 2019 22:31
Stefán Marteinn Ólafsson
Kjartan Stefáns: Við erum ógurlegt gervigras lið
Kvenaboltinn
Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis
Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkisstúlkur heimsóttu Keflavík suður með sjó þegar lokið var við 9.Umferð Pepsi Max deildar kvenna.
Fyrir leikinn höfðu Fylkir haft fínasta tak á Keflvíkingum en það átti eftir að breytast í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  0 Fylkir

„Svekkjandi, fúlar yfir þessu tapi en það er alveg klárt að Keflvíkingar voru betri en við í dag." Sagði Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis eftir leikinn í dag.

„Ég held að við höfum bara að við höfum ekki komið nógu ákveðnar til leiks, ég held að það hafi verið. Við ætluðum okkur að vera mjög ákveðnar í dag, ég held að ákveðnin hafi unnið þennan leik."

Fylkisstelpur hafa ekki verið að uppskera mikið í síðustu leikjum en til að mynda hafa þær núna einungis fengið eitt stig úr síðustu sex leikjum sínum í Pepsi Max deildinni en er of snemmt að fara tala um krísu?
„Það er alveg áhyggjuefni en svona það er kannski bara að klára ekki leikina með góðum skotum á markið, við hittum bara markmanninn svolítið vel i dag, hún greip þetta allt. Við fengum ágætis tækifæri til þess að  gera betur en kláruðum kannski ekki á síðasta þriðjung nógu vel.
„Nei það er enginn krísa, við erum alveg laus við það. Við töluðum alveg um það í fyrra þegar við vorum í Inkasso að ef við færum upp gætum við alveg eins farið aftur niður og þá förum við bara aftur upp og þegar maður er að vesenast eitthvað svona í ungu liði, ég held ég sé með nokkrar þarna sem eru nýbúnar að klára tíunda bekk sem eru að spila í Pepsi deildinni og það er til að mynda bara markmaðurinn okkar, hún þarf að skólast aðeins til alveg eins og hinir leikmennirnir, ég held bara að heilt yfir skulum við ekki tala um krísu en við erum samt alveg hugsi. Það er alveg klárt."


„Mér fannst leikurinn sem slíkur ekki alveg okkar en hvort það er grasið ég veit það ekki, við erum ógurlegt gervigras lið."

Nánar er rætt við Kjartan Stefánsson þjálfara Fylkis í spilaranum hér að ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner