Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   mán 15. júlí 2019 22:31
Stefán Marteinn Ólafsson
Kjartan Stefáns: Við erum ógurlegt gervigras lið
Kvenaboltinn
Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis
Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkisstúlkur heimsóttu Keflavík suður með sjó þegar lokið var við 9.Umferð Pepsi Max deildar kvenna.
Fyrir leikinn höfðu Fylkir haft fínasta tak á Keflvíkingum en það átti eftir að breytast í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  0 Fylkir

„Svekkjandi, fúlar yfir þessu tapi en það er alveg klárt að Keflvíkingar voru betri en við í dag." Sagði Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis eftir leikinn í dag.

„Ég held að við höfum bara að við höfum ekki komið nógu ákveðnar til leiks, ég held að það hafi verið. Við ætluðum okkur að vera mjög ákveðnar í dag, ég held að ákveðnin hafi unnið þennan leik."

Fylkisstelpur hafa ekki verið að uppskera mikið í síðustu leikjum en til að mynda hafa þær núna einungis fengið eitt stig úr síðustu sex leikjum sínum í Pepsi Max deildinni en er of snemmt að fara tala um krísu?
„Það er alveg áhyggjuefni en svona það er kannski bara að klára ekki leikina með góðum skotum á markið, við hittum bara markmanninn svolítið vel i dag, hún greip þetta allt. Við fengum ágætis tækifæri til þess að  gera betur en kláruðum kannski ekki á síðasta þriðjung nógu vel.
„Nei það er enginn krísa, við erum alveg laus við það. Við töluðum alveg um það í fyrra þegar við vorum í Inkasso að ef við færum upp gætum við alveg eins farið aftur niður og þá förum við bara aftur upp og þegar maður er að vesenast eitthvað svona í ungu liði, ég held ég sé með nokkrar þarna sem eru nýbúnar að klára tíunda bekk sem eru að spila í Pepsi deildinni og það er til að mynda bara markmaðurinn okkar, hún þarf að skólast aðeins til alveg eins og hinir leikmennirnir, ég held bara að heilt yfir skulum við ekki tala um krísu en við erum samt alveg hugsi. Það er alveg klárt."


„Mér fannst leikurinn sem slíkur ekki alveg okkar en hvort það er grasið ég veit það ekki, við erum ógurlegt gervigras lið."

Nánar er rætt við Kjartan Stefánsson þjálfara Fylkis í spilaranum hér að ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner