Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   fim 18. júlí 2019 21:38
Egill Sigfússon
Pálmi Rafn: Þurftum að skeina okkur verulega
Pálmi Rafn og Rúnar Kristinsson á góðri stundu
Pálmi Rafn og Rúnar Kristinsson á góðri stundu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR fékk Molde í heimsókn í seinni leik liðana í undankeppni Evrópudeildarinnar í kvöld eftir að hafa tapað fyrri leiknum í Noregi 7-1. Leikurinn i kvöld var tíðindalítill og endaði með markalausu jafntefli og KR er því dottið úr Evrópu þetta árið.

Pálmi Rafn Pálmason leikmaður KR sagði að þeir hafi ætlað sér að sýna í kvöld að þeir séu betri en það sem þeir sýndu í fyrri leiknum og sagði að leikurinn í kvöld hefði verið mjög lokaður og ekki mikið fyrir augað.

Lestu um leikinn: KR 0 -  0 Molde

„Þetta var kannski ekki alveg opnasta leikurinn sem hefur verið spilaður hérna eða bara almennt. Eftir afhroðið i Noregi ætluðum við að sýna aðeins úr hverju við værum gerðir, ætluðum nú að reyna að vinna þetta en 0-0 er töluvert skárra en 7-1. Þetta var ekki mikið fyrir augað og 0-0 er kannski lýsandi fyrir hann."

Pálmi spilaði í mörg ár úti í Noregi og segir að það sé klárlega getumunur á milli deildana þótt 7-1 sé ekki alveg réttur getumunur.

„Þetta er orðin svo þreytt umræða að við séum eitthvað betri en Norðmennirnir, það er hærra level þarna, kannski ekki 7-1 munurinn en það er eðlilega getumunur. Þeir eru að vinna með allt aðrar upphæðir fjárhagslega en við. Við erum alltaf að brúa bilið en eins og ég segi þá er fyrri leikurinn ekki alveg sá munur sem er í raun og veru."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner