Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   lau 12. október 2019 14:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svíþjóð: Ingibjörg hélt hreinu í gífurlega mikilvægum sigri
Kvenaboltinn
Ingibjörg í landsliðsverkefni í september.
Ingibjörg í landsliðsverkefni í september.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Djurgarden 3-0 Kungsbacka

Djurgarden tók á móti botnliði sænsku kvenna Allsvenskan í dag. Djurgarden er í mikill fallbaráttu og var fyrir leikinn fjórum stigum frá öruggu sæti.

Djurgarden skoraði öll þrjú mörk leiksins í seinni hálfleik og er nú stigi frá öruggu sæti en Bunkeflo, sem situr í því sæti, á leik til góða.

Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leikinn í vörn Djurgarden. Guðrún Arnardóttir var allan tímann á varamannabekknum.

Guðbjörg Gunnarsdóttir er einnig á mála hjá Djurgarden en hún á von á tvíburum og var því eðlilega ekki með í dag.
Athugasemdir