Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 12. október 2019 16:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ranieri tekinn við Sampdoria (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Hinn reynslumikli stjóri, Claudio Ranieri, er tekinn við sem stjóri Sampdoria í ítölsku Seríu A. Ranieri semur við félagið út tímabilið 2020/21.

Sampa hefur farið illa af stað í deildinni og situr sem stendur í neðsta sætinu. Eusebio Di Francesco var látinn taka poka sinn á mánudag og liðið leitar nú til Ranieri sem margir kannast við.

Ranieri vann ótrúlegt afrek tímabilið 2015/16 þegar hann stýrði Leicester til Englandsmeistartitils. Ranieri kom þangað eftir misheppnaða tíð sem landsliðsþjálfari Grikklands og kom öllum á óvörum með vel samansettu liði Leicester sem hélt sér uppi með herkjum tímabilið áður.

Ranieri var síðast við stjórnvölinn hjá Roma en hann hefur einnig þjálfað lið eins og Mónakó, Valencia, Atletico, Juventus og Napoli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner