Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
   lau 19. október 2019 22:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fernandinho um titilbaráttuna: Eina sem við getum gert er að vinna okkar leiki
Manchester City lagði Crystal Palace að velli á Selhurst Park í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Gabriel Jesus og David Silva sáu um að skora mörkin í 0-2 sigri City.

Fernandinho og Rodri leystu miðvarðarstöðurnar hjá City í leiknum í fjarveru Nicolas Otamendi og Aymeric Laporte.

„Mér fannst fínt að spila í miðverðinum," sagði Fernandinho eftir leik.

„Við urðum að vinna þennan leik. Eina sem við getum gert er að vinna okkar leiki. Deildin er erfið og við getum ekki spáð í öðrum liðum."

Pep Guardiola, stjóri City, var ánægður með þá Rodri og Fernandinho.

„Við gátum spilað betur úr vörninni þar sem sendingargetan var betri. Uppbyggingin gekk betur hjá okkur.".
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 14 10 3 1 27 7 +20 33
2 Man City 14 9 1 4 32 16 +16 28
3 Aston Villa 14 8 3 3 20 14 +6 27
4 Chelsea 14 7 3 4 25 15 +10 24
5 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
6 Sunderland 14 6 5 3 18 14 +4 23
7 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
8 Liverpool 14 7 1 6 21 21 0 22
9 Man Utd 13 6 3 4 21 20 +1 21
10 Everton 14 6 3 5 15 17 -2 21
11 Tottenham 14 5 4 5 23 18 +5 19
12 Newcastle 14 5 4 5 19 18 +1 19
13 Brentford 14 6 1 7 21 22 -1 19
14 Bournemouth 14 5 4 5 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 14 4 3 7 14 22 -8 15
17 Leeds 14 4 2 8 16 26 -10 14
18 West Ham 13 3 2 8 15 27 -12 11
19 Burnley 14 3 1 10 15 28 -13 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner