Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 01. júní 2020 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea leggur til að fjölga varamönnum úr sjö í níu
Frank Lampard, stjóri Chelsea.
Frank Lampard, stjóri Chelsea.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur lagt það til að níu varamenn verði í stað sjö út þetta leiktímabil.

Enska úrvalsdeildin á að hefjast aftur eftir langt hlé vegna kórónuveirufaraldursins þann 17. júní. Óttast er að meira verði um meiðsli eftir svona langt hlé og fáar æfingar.

Í þýsku úrvalsdeildinni eru leyfðar fimm skiptingar, en ekki er búið að samþykkja það á Englandi. Verið er að íhuga það.

Chelsea er í augnablikinu í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar og mun berjast um Meistaradeildarsæti á lokaspretti tímabilsins sem fer fram fyrir luktum dyrum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner