Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 01. júní 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stórleikur í færeysku úrvalsdeildinni - „Gerist ekki betra"
Adrian verður sárt saknað í liði HB.
Adrian verður sárt saknað í liði HB.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er heldur betur stórleikur í færeysku úrvalsdeildinni í dag þegar tvö sterkustu lið deildarinnar til þess eigast við.

B36 tekur á móti HB í Gundadal klukkan 14:00. Fyrir leikinn eru bæði lið með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Ljóst er að eftir leikinn í dag verður annað hvort, eða bæði lið, ekki lengur með fullt hús.

Adrian Justinussen, leikmaður HB og aðalstjarnan í færeysku úrvalsdeildinni, er á meiðslalistanum sem er mikið áfall fyrir HB. Adrian skoraði þrennu úr aukaspyrnu gegn AB Argir á dögunum og vakti mikla athygli fyrir.

Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban, fyrrum fyrirliði Aftureldingar og fyrrum U21 landsliðsmaður Færeyja, spáði í þennan leik og aðra leiki umferðarinnar í Færeyjum. Hann spáir 2-1 útisigri HB.

„Nágrannaslagur í Gundadal. Gerist ekki betra. Stefnan á hverju ári er aldrei annað en meistaratitil hjá þessum stórveldum. Ég spái svakalegum leik þar sem rígurinn kemur bersýnilega í ljós með tilheyrandi hörku en þetta verður enginn sambabolti. Þetta verður 1-2 sigur HB, þar sem sigurmarkið kemur á síðustu 10 mínútum leiksins," sagði Wentzel Steinarr.
Athugasemdir
banner
banner