Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 01. september 2021 11:13
Elvar Geir Magnússon
Harry Kane með hreina samvisku
Harry Kane.
Harry Kane.
Mynd: Getty Images
Harry Kane, landsliðsfyrirliði Englands og sóknarmaður Tottenham, segist hafa hreina samvisku eftir tilraunir sínar til að fá skipti frá Spurs yfir til Manchester City.

Kane telur að atburðarásin hafi ekki skaðað orðspor sitt.

„Ég held ekki. Allir sem eru tengdir fótboltabransanum vita hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. Þetta var milli mín og félagsins og ég var rólegur yfir stöðunni og er með hreina samvisku," segir Kane.

„Ég hef átt hæðir og lægðir. Ég þekki marga sem vita að ég er atvinnumaður sem hef helgað lífi mínu þessum leik. Nú er ég einbeittur á því að vinna titil með Tottenham. Við höfum byrjað frábærlega í úrvalsdeildinni, með þremur sigrum, og erum með nýjan stjóra. Við viljum vinna eins marga leiki og hægt er og ná í þennan bikar sem ég hef verið að sækjast eftir allan minn feril."
Athugasemdir
banner