Víkingur Ólafsvík er enn á lífi í toppbaráttu 2. deildar karla en liðið vann sannfærandi 4-0 sigur á KFG í 20. umferð deildarinnar í kvöld.
Toppbaráttan hefur aldrei verið eins spennandi og í ár en alls eru þrjú lið í baráttunni um að komast upp með Selfyssingum.
Liðin eru vel meðvituð um að markatala gæti ráðið því hvaða lið fer upp og ákvað því Víkingur að bjóða upp á markaveislu á Ólafsvík.
Björn Axel Guðjónsson og Ivan Blanco gerðu mörk Ólafsvíkinga í fyrri hálfleiknum og bættu þeir Gary Martin og Asmer Begic við mörkum í síðari.
Benedikt Pálmason, leikmaður KFG, fékk rauða spjaldið snemma í síðari hálfleiknum og var Andrés Már Logason, aðstoðarþjálfari liðsins, rekinn upp í stúku í kjölfarið.
Víkingur er í fjórða sæti deildarinnar með 38 stig og standa nokkuð vel að vígi en liðið á auðveldasta prógramið af þeim liðum sem eru í baráttu um sæti. Þróttur er með 38 stig í 3. sæti en betri markatölu en Ólafsvíkingar og þá er Völsungur í öðru sæti með 39 stig. Hér fyrir neðan má sjá síðustu tvo leikina hjá liðunum þremur í deildinni.
Leikir Víkings Ó.
Ægir - Víkingur Ó (8. september)
Víkingur Ó. - Kormákur/Hvöt (14. september)
Leikir Völsungs:
Völsungur - Þróttur V. (8. september)
KFA - Völsungur (14. september)
Leikir Þróttar V.
Völsungur - Þróttur V. (8. september)
Þróttur V. - Haukar (14. september)
KFA og Ægir gerðu á sama tíma 3-3 jafntefli í Fjarðabyggðarhöllinni.
Heimamenn fóru með 2-1 forystu inn í hálfleikinn, en Ægir náði að snúa við taflinu í þeim síðar þökk sé mörkum frá Bjarka Rúnari Jónínusyni og Ágústi Karel Magnússyni. Undir lok leiksins gerði Jacques Fokam Sandeu jöfnunarmark KFA og þar við sat.
Úrslit og markaskorarar:
KFA 3 - 3 Ægir
0-1 Geoffrey Wynton Mandelano Castillion ('15 )
1-1 Jacques Fokam Sandeu ('23 )
2-1 Marteinn Már Sverrisson ('35 )
2-2 Bjarki Rúnar Jónínuson ('47 )
2-3 Ágúst Karel Magnússon ('61 )
3-3 Jacques Fokam Sandeu ('90 )
Víkingur Ó. 4 - 0 KFG
1-0 Björn Axel Guðjónsson ('31 )
2-0 Ivan Rodrigo Moran Blanco ('45 )
3-0 Gary John Martin ('65 )
4-0 Asmer Begic ('90 )
Rautt spjald: ,Benedikt Pálmason , KFG ('55)Andrés Már Logason , KFG ('56)
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir