Klukkan 16:15 hefst viðureign heitustu liðanna í Bestu deildinni þegar KA tekur á móti Breiðabliki á Greifavöllunum.
KA hefur ekki tapað frá því að Breiðablik lagði Norðanmenn að velli í júní. Frá því eru liðnir tíu deildarleikir og úr þeim hefur KA fengið 22 stig. KA berst um að enda í efri hlutanum þegar deildinni verður skipt upp í tvo hluta eftir næstu umferð.
Breiðablik er komið á toppinn, það tókst um síðustu helgi þegar liðið kom til baka á Skaganum. Breðablik hefur tekið 16 stig af síðustu 18 mögulegum.
KA hefur ekki tapað frá því að Breiðablik lagði Norðanmenn að velli í júní. Frá því eru liðnir tíu deildarleikir og úr þeim hefur KA fengið 22 stig. KA berst um að enda í efri hlutanum þegar deildinni verður skipt upp í tvo hluta eftir næstu umferð.
Breiðablik er komið á toppinn, það tókst um síðustu helgi þegar liðið kom til baka á Skaganum. Breðablik hefur tekið 16 stig af síðustu 18 mögulegum.
Lestu um leikinn: KA 2 - 3 Breiðablik
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, gerir enga breytingu frá sigrinum gegn Fram um síðustu helgi. Dagur Ingi Valsson, hetjan frá síðasta leik, byrjar áfram á bekknum. Jakob Snær Árnason snýr aftur á bekkinn eftir meiðsli.
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, gerir eina breytingu frá sigrinum á ÍA. Kristinn Steindórsson snýr aftur í liðið eftir leikbann. Han kemur inn fyrir Andra Rafn Yeoman sem meiddist í síðasta leik. Damir Muminovic er áfram fjarri góðu gamni.
Byrjunarlið KA:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason (f)
6. Darko Bulatovic
7. Daníel Hafsteinsson
9. Viðar Örn Kjartansson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson
22. Hrannar Björn Steingrímsson
28. Hans Viktor Guðmundsson
77. Bjarni Aðalsteinsson
Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson (m)
2. Daniel Obbekjær
6. Arnór Gauti Jónsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson
11. Aron Bjarnason
18. Davíð Ingvarsson
19. Kristinn Jónsson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson
Athugasemdir