Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
   sun 01. september 2024 20:58
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Sjálfsmark tryggði Sheffield United sigurinn
Sheffield Utd 1 - 0 Watford
1-0 Daniel Bachmann ('2 , sjálfsmark)
1-0 Kieffer Moore ('16 , Misnotað víti)

Sheffield United lagði Watford að velli, 1-0, í ensku B-deildinni á Bramall Lane í dag, en sjálfsmark á 2. mínútu leiksins skildi liðin að.

Heimamenn gátu ekki beðið um betri byrjun. Callum O'Hare dansaði með boltann við endalínuna hægra megin, keyrði í átt að marki og setti boltann í Daniel Bachmann, markvörð Watford, og í netið.

Markið var skráð sem sjálfsmark á Bachmann þar sem skot hans var ekki á leið í netið og er því markvörðurinn skráður fyrir markinu.

Bachmann var fljótur að bæta upp fyrir sjálfsmarkið. Sheffield United fékk vítaspyrnu á 16. mínútu og var það Kieffer Moore sem steig á punktinn en Bachmann sá við honum með góðri vörslu.

Watford skapaði sér ekki mörg færi. Þeirra besta færi kom í síðari hálfleiknum en þá átti Ryan Andrews skot af löngu færi í stöng.

Heimamenn hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk í dag en Bachmann var í essinu sínu og varði allt sem kom að honum. Lokatölur 1-0 fyrir Sheffield United sem er með 6 stig í 8. sæti en Watford í 3. sæti með 9 stig.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 21 14 5 2 52 22 +30 47
2 Middlesbrough 21 12 6 3 33 22 +11 42
3 Preston NE 21 9 8 4 29 22 +7 35
4 Millwall 21 10 5 6 25 29 -4 35
5 Ipswich Town 21 9 7 5 35 22 +13 34
6 Hull City 21 10 4 7 36 35 +1 34
7 Stoke City 21 10 3 8 28 20 +8 33
8 Leicester 21 8 7 6 30 27 +3 31
9 QPR 21 9 4 8 28 33 -5 31
10 Southampton 21 8 6 7 35 30 +5 30
11 Bristol City 21 8 6 7 28 24 +4 30
12 Birmingham 21 8 5 8 30 26 +4 29
13 Watford 21 7 8 6 30 28 +2 29
14 Wrexham 21 6 10 5 26 25 +1 28
15 West Brom 21 8 4 9 25 28 -3 28
16 Derby County 20 7 6 7 27 29 -2 27
17 Charlton Athletic 20 6 6 8 20 26 -6 24
18 Sheffield Utd 21 7 2 12 25 31 -6 23
19 Swansea 21 6 5 10 22 29 -7 23
20 Blackburn 20 6 4 10 20 26 -6 22
21 Portsmouth 20 5 5 10 17 27 -10 20
22 Oxford United 21 4 7 10 22 30 -8 19
23 Norwich 21 4 5 12 24 34 -10 17
24 Sheff Wed 19 1 6 12 15 37 -22 -9
Athugasemdir
banner
banner