Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   sun 01. september 2024 14:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Isak hetja Newcastle - Jafnt á Brúnni
Mynd: EPA

Alexander Isak var hetja Newcastle þegar liðið lagði Tottenham í dag. Þá tryggði Eberechi Eze Crystal Palace stig gegn Chelsea.


Harvey Barnes lagði upp jöfnunarmark Newcastle gegn Bournemouth í síðustu umferð og fékk traustið í byrjunarliðinu í dag. Hann nýtti það vel og kom liðinu í forystu í fyrri hálfleik.

Tottenham var með þónokkra yfirburði í seinni hálfleik og það skilaði sér þegar Dan Burn varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar hann setti boltann í netið eftir að Brennan Johnson reyndi að stýra boltanum í netið.

Tottenham hélt áfram að sækja en Newcastle komst í skyndisókn en Jacob Murphy komst inn á teiginn og lagði boltann á Alexander Isak sem skoraði á opið markið og tryggði Newcastle stigin þrjú.

Nicolas Jackson sá til þess að Chelsea var með forystuna í hálfleik á Stamford Bridge gegn Crystal Palace þegar hann skoraði á opið markið eftir fyrirgjöf frá Cole Palmer.

Eberechi Eze jafnaði metin snemma í seinni hálfleik. Boltinn barst til hans rétt fyrir utan vítateiginn og hann átti laglegt skot og boltinn hafnaði í netinu.

Chelsea fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn undir lok leiksins en það tókst ekki og jafntefli niðurstaðan.

Chelsea 1 - 1 Crystal Palace
1-0 Nicolas Jackson ('25 )
1-1 Eberechi Eze ('54 )

Newcastle 2 - 1 Tottenham
1-0 Harvey Barnes ('37 )
1-1 Dan Burn ('56 , sjálfsmark)
2-1 Alexander Isak ('78 )


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner