
Katla Tryggvadóttir og Hlín Eiríksdóttir voru í aðalhlutverki þegar Kristianstad lagði Örebro í Íslendingaslag í sænsku deildinni í dag.
Hlín sá til þess að Kristianstad var með 1-0 forystu í hálfleik en Katla átti stoðsendinguna.
Katla María Þórðardóttir jafnaði metin fyrir Örebro eftir að hafa komið inn á sem varamaður en staðan var ekki lengi jöfn því Katla kom Kristianstad aftur yfir og í þetta sinn var Hlín með stoðsendinguna.
Hlín innsiglaði 3-1 sigur Kristianstad með marki í uppbótatíma en Katla fór af velli nokkrum mínútum áður. Guðný Árnadóttir var einnig í byrjunarliði Kristianstad og þá var Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir í byrjunarliði Örebro.
Kristianstad er í 4. sæti með 30 stig eftir 17 umferðir en 12. sæti með 12 stig eftir 18 umferðir.