Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   sun 01. september 2024 12:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Howe: Freistandi að setja Tonali í byrjunarliðið

Sandro Tonali er í fyrsta sinn í leikmannahópi Newcastle í úrvalsdeildinni í dag eftir að hafa afplánað tíu mánaða bann fyrir að brjóta veðmálareglur ítalska sambandsins.


Hann spilaði rúman klukkutíma þegar Newcastle vann Nottingham Forest í enska deildabikarnum í vikunni.

Eddiie Howe, stjóri Newcastle, sagði að það væri freistandi að setja hann í byrjunarliðið í dag.

„Það er freistandi þar sem hann er hágæða leikmaður. Þetta var erfið ákvörðun en ég hugsa alltaf hvað liðið þarf, Sandro þarf tíma til að byggja upp líkamlegt form. Hann er tilbúinn að spila en það er spurning hvað hann getur spilað mikið," sagði Howe.


Athugasemdir