Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
   sun 01. september 2024 20:57
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Markalaust í Tórínó - Fiorentina kom til baka
Úr leik Juventus og Roma
Úr leik Juventus og Roma
Mynd: EPA
Toppliðin Juventus og Roma gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust á Allianz-leikvanginum í Tórínó í Seríu A í kvöld.

Fyrir leikinn mátti búast við að þetta yrði mikil barátta og stál í stál, sem varð raunin.

Dusan Vlahovic átti besta færi fyrri hálfleiksins en Mile Svilar varði meistaralega frá honum.

Lorenzo Pellegrini átti ágætis tilraun sem fór rétt framhjá markinu fyrr í hálfleiknu, en annars var leikurinn að mestu bragðdaufur og markalaust jafntefli sanngjörn niðurstaða.

Fiorentina, lið Alberts Guðmundssonar, gerði 2-2 jafntefli við Monza eftir að hafa lent tveimur mörkum undir.

Albert hefur ekki enn þreytt frumraun sína en hann er að glíma við meiðsli í kálfa. Moise Kean minnkaði muninn fyrir Fiorentina áður en Robin Gosens tryggði stig með marki undir lokin.

Nýliðar Como töpuðu þá fyrir Udinese, 1-0. Brenner gerði eina mark leiksins. Como átti möguleika á því að jafna metin í uppbótartíma en Patrick Cutrone brást bogalistin á vítapunktinum og lokatölur því 1-0. Como er aðeins með eitt stig á botninum.

Úrslit og markaskorarar:

Fiorentina 2 - 2 Monza
0-1 Milan Djuric ('18 )
0-2 Daniel Maldini ('32 )
1-2 Moise Kean ('45 )
2-2 Robin Gosens ('90 )

Genoa 0 - 2 Verona
0-1 Jackson Tchatchoua ('55 )
0-2 Casper Tengstedt ('64 , víti)

Juventus 0 - 0 Roma

Udinese 1 - 0 Como
1-0 Brenner ('43 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Como 1 1 0 0 2 0 +2 3
2 Juventus 1 1 0 0 2 0 +2 3
3 Napoli 1 1 0 0 2 0 +2 3
4 Cremonese 1 1 0 0 2 1 +1 3
5 Inter 1 1 0 0 1 0 +1 3
6 Roma 1 1 0 0 1 0 +1 3
7 Atalanta 1 0 1 0 1 1 0 1
8 Cagliari 1 0 1 0 1 1 0 1
9 Fiorentina 1 0 1 0 1 1 0 1
10 Pisa 1 0 1 0 1 1 0 1
11 Udinese 1 0 1 0 1 1 0 1
12 Verona 1 0 1 0 1 1 0 1
13 Genoa 1 0 1 0 0 0 0 1
14 Lecce 1 0 1 0 0 0 0 1
15 Milan 1 0 0 1 1 2 -1 0
16 Bologna 1 0 0 1 0 1 -1 0
17 Torino 1 0 0 1 0 1 -1 0
18 Lazio 1 0 0 1 0 2 -2 0
19 Parma 1 0 0 1 0 2 -2 0
20 Sassuolo 1 0 0 1 0 2 -2 0
Athugasemdir
banner