Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   sun 01. september 2024 19:50
Elvar Geir Magnússon
Lið og leikmaður 20. umferðar - Sýning í fyrri hálfleik
Lengjudeildin
Aron Jóhannsson er leikmaður umferðarinnar.
Aron Jóhannsson er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Gabríel Hrannar Eyjólfsson.
Gabríel Hrannar Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Shkelzen Veseli.
Shkelzen Veseli.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Toppbarátta Lengjudeildarinnar opnaðist algjörlega upp á gátt í 20. umferð deildarinnar.

Afturelding fór hamförum gegn Njarðvík og vann 4-1. Þetta var fjórði sigur Mosfellinga í röð og þeir eiga þrjá leikmenn í liði umferðarinnar. Aron Elí Sævarsson fyrirliði skoraði í leiknum og er í vörn úrvalsliðisins eins og Gunnar Bergmann Sigmarsson. Njarðvíkingar eru dottnir úr umspilssæti.

Leikmaður umferðarinnar:
Aron Jóhannsson - Afturelding
Í sjötta sinn í liði umferðarinnar og í annað sinn sem hann er leikmaður umferðarinnar. Var frábær í sigrinum gegn Njarðvík og skoraði tvö góð mörk. Var eins og allt lið Mosfellinga stórkostlegur í fyrri hálfleiknum. Staðan var 4-0 í hálfleik.


Keflavík vann ÍBV 3-2 og er í öðru sæti, aðeins stigi á eftir Eyjamönnum. Haraldur Freyr Guðmundsson er þjálfari umferðarinnar og Sindri Snær Magnússon var valinn maður leiksins. Þrátt fyrir tap ÍBV þá kemst Vicente Valor í úrvalsliðið

Fjölnismenn halda áfram að vera í veseni en þeir töpuðu 2-1 fyrir Gróttu. Gabríel Hrannar Eyjólfsson skoraði bæði mörk Gróttu í leiknum og Rafal Stefán Daníelsson er einnig í úrvalsliðinu. Gróttumenn halda í von um að geta bjargað sér en þeir munu mæta Þór í lokaumferðinni.

Bjarki Þór Viðarsson var maður leiksins í rokinu á Akureyri þar sem Þór og ÍR gerðu 1-1 jafntefli. Jörgen Pettersen var maður leiksins í 2-2 jafntefli Grindavíkur og Þróttar á fimmtudag.

Dalvík/Reynir er fallið aftur í 2. deild eftir 2-1 tap gegn Leikni sem hefur tryggt sér áframhaldandi veru í Lengjudeildinni. Sindri Björnsson skoraði fyrir Leikni en Shkelzen Veseli lagði upp markið.

Fyrri úrvalslið:
19. umferð - Arnór Gauti Úlfarsson (ÍR)
18. umferð - Frans Elvarsson (Keflavík)
17. umferð - Aron Jóhannsson (Afturelding)
16. umferð - Oliver Heiðarsson (ÍBV)
15. umferð - Omar Sowe (Leiknir)
14. umferð - Sverrir Páll Hjaltested (ÍBV)
13. umferð - Dominik Radic (Njarðvík)
12. umferð - Birkir Heimisson (Þór)
11. umferð - Marc McAusland (ÍR)
10. umferð - Elmar Kári Cogic (Afturelding)
9. umferð - Aron Dagur Birnuson (Grindavík)
8. umferð - Oliver Heiðarsson (ÍBV)
7. umferð - Baldvin Þór Berndsen (Fjölnir)
6. umferð - Máni Austmann Hilmarsson (Fjölnir)
5. umferð - Oumar Diouck (Njarðvík)
4. umferð - Arnar Daníel Aðalsteinsson (Grótta)
3. umferð - Sami Kamel (Keflavík)
2. umferð - Oliver Heiðarsson (ÍBV)
1. umferð - Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (ÍR)

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir