Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   sun 01. september 2024 16:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Neville hristi hausinn: Engin pressa á Casemiro

Gary Neville, fyrrum leikmaður Man Utd og sérfræðingur hjá Sky Sports í dag, var allt annað en sáttur með Casemiro í leik liðsins gegn Liverpool í dag.


Neville hristi hausinn þegar Casemiro missti boltann auðveldlega í aðdragandanum af seinna marki Liverpool. Diaz vann boltann af Casemiro og skoraði síðan eftir sendingu frá Salah í kjölfarið.

„Svona reynslumikill leikmaður eins og Casemiro þá missir hann boltann alltof oft frá sér á slæmum stöðum. Það er engin pressa á honum, gefðu boltann strax. Liverpool hefur gert mistök í svona stöðu en Mo Salah er í öðrum gæðaflokki og þessi fyrirgjöf er ljúffeng," sagði Neville.

Erik ten Hag tók Casemiro af velli í hálfleik fyrir hinn tvítuga Toby Collyer.


Athugasemdir
banner