Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   sun 01. september 2024 19:28
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Orri spilaði hálftíma í frumraun sinni með Sociedad
Landsliðsmaðurinn Orri Steinn Óskarsson spilaði sinn fyrsta leik með spænska liðinu Real Sociedad í La Liga í dag en hann lék síðasta hálftímann í markalausu jafntefli gegn Getafe.

Orri var keyptur fyrir metfé frá FCK fyrir gluggalok og var strax tekinn inn í leikmannahópinn fyrir deildarleikinn í dag.

Seltirningurinn kom inn af bekknum á 66. mínútu en hafði ekki úr miklu að moða á þessum hálftíma sem hann spilaði.

Lokatölur 0-0 og er Sociedad með aðeins fjögur stig úr fyrstu fjórum leikjunum.

Girona vann Sevilla, 2-0. Ivan Martin og Abel Ruiz skoruðu mörkin og þá vann Alaves lið Las Palmas með sömu markatölu.

Osasuna hafði þá betur gegn Celta Vigo, 3-2, í Pamplona.

Getafe 0 - 0 Real Sociedad

Alaves 2 - 0 Las Palmas
1-0 Carlos Vicente ('7 )
2-0 Toni Martinez ('78 )
2-0 Luka Romero ('90 , Misnotað víti)

Osasuna 3 - 2 Celta
1-0 Flavien Enzo Boyomo ('21 )
1-1 Borja Iglesias ('29 )
2-1 Carlos Dominguez ('45 , sjálfsmark)
3-1 Abel Bretones ('62 )
3-2 Moi Gomez ('90 , sjálfsmark)
Rautt spjald: Alfon Gonzalez, Celta ('86)

Sevilla 0 - 2 Girona
0-1 Ivan Martin ('41 )
0-2 Abel Ruiz ('73 , víti)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 35 26 4 5 95 36 +59 82
2 Real Madrid 35 23 6 6 72 37 +35 75
3 Atletico Madrid 35 20 10 5 60 27 +33 70
4 Athletic 35 17 13 5 51 26 +25 64
5 Villarreal 35 17 10 8 61 47 +14 61
6 Betis 35 16 10 9 53 43 +10 58
7 Celta 36 15 7 14 56 54 +2 52
8 Vallecano 35 12 11 12 37 42 -5 47
9 Mallorca 35 13 8 14 33 40 -7 47
10 Osasuna 35 10 15 10 43 51 -8 45
11 Valencia 35 11 12 12 43 51 -8 45
12 Real Sociedad 36 12 7 17 32 42 -10 43
13 Sevilla 36 10 11 15 40 49 -9 41
14 Girona 36 11 8 17 42 53 -11 41
15 Getafe 35 10 9 16 31 34 -3 39
16 Espanyol 35 10 9 16 38 47 -9 39
17 Alaves 35 8 11 16 35 47 -12 35
18 Leganes 35 7 13 15 35 53 -18 34
19 Las Palmas 36 8 8 20 40 58 -18 32
20 Valladolid 36 4 4 28 26 86 -60 16
Athugasemdir
banner