Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   fim 01. október 2020 22:19
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs: Finn það núna að ég gerði mistök í aðdraganda mótsins
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var ánægður með sína menn þrátt fyrir 0-2 tap gegn KR í kvöld. Bölvanlega gekk hjá Víkingum að reka endahnútinn á sóknir sínar, ekki í fyrsta sinn í sumar.

„Við erum með hrikalega laskað lið núna og það vantar jafnvægi í liðinu. Við vorum að tapa mikið af návígjum en ég er ánægður með strákana. Það hefur margt gengið á í sumar," segir Arnar.

„Við hefðum getað spilað í þrjá sólarhringa án þess að skora mark, þetta var þannig leikur. Við fengum mark á okkur eftir 35 sekúndur, maður var ekki búinn að fá sér kaffibolla. Svo klúðruðum við víti og dauðafærum."

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  2 KR

Arnar viðurkennir að það sé pirrandi hvað Víkingar virðast þurfa mikið til að skora mark.

„Þetta hefur pirrað mann mikið í sumar en svo sest maður, fer yfir og skorar hvað þetta þýðir. Ísland virðist eina landið í heimi þar sem menn kunna ekki að rýna í tölfræði. Við erum yfir á nánast öllum sviðum í fótbolta, ekki bara í þessum leik. Grunnurinn til að byggja gott lið er kominn, ég hélt að það tæki styttri tíma að reisa blokkina. Það gengur hægar en ég hélt en við þurfum að vera klókir í vetur að ná í þá leikmenn sem ég vil fá. Ég veit alveg hvaða leikmenn og hvernig týpur ég vil fá."

„Tölfræðin talar sínu máli og við erum að spila árangursríkan og flottan fótbolta. Mér er alveg sama þó fólk sé að hlæja að mér úti í bæ, það skiptir ekki máli. Við erum að fá fullt af fyrirgjöfum, fullt af hornum, fullt af færum og fá skot á okkur í leik. Þetta er eitthvað til að byggja á til að gera mjög gott lið."

Stigasöfnun Víkinga hefur verið vonbrigði en Arnar segist finna stuðning félagsins í þeirri vegferð sem liðið er í. Hann viðurkennir sjálfur að hafa gert mistök fyrir mót.

„Ég gerði mistök í aðdraganda þessa móts með því að tala okkur upp í titilbaráttu. Ég finn það núna. Þetta var ákveðið reynsluleysi í mér. Ekki að ég hafi ekki trúað því og strákarnir en þetta bjó til óþarfa spennu í hópnum, þeir voru yfirspenntir. Við vorum að fá á okkur fullt af rauðum spjöldum og menn urðu örvæntingarfullir þegar sigrarnir voru ekki að koma," segir Arnar.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner