Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   lau 01. október 2022 19:40
Arnar Laufdal Arnarsson
Arnar Gunnlaugs: Gott að vera kominn í sögubækurnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Tilfinningin er ólýsanleg, þetta er bara búið að vera rosalegt ferðalag síðustu fjögur ár. Að vinna bikarinn þrjú ár í röð, það er gott að vera kominn í sögubækurnar með öðrum snillingum þessa leiks" Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga í viðtali við Fótbolta.net eftir 3-2 sigur á FH í úrslitaleik Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Víkingur R.

Hvernig fannst Arnari leikurinn sjálfur?

"Mér fannst hann skemmtilegur, hann var mjög tense allavega en mér fannst við heilt yfir sterkari aðilinn en FH neitaði að fara burt og sýndu góðan karakter með að komast inn í leikinn og það flaug aðeins í gegnum hausinn á mér hvort þetta yrði kannski mögulega sá leikur sem sterkara liðið myndi ekki vinna leikinn því fótboltinn getur verið mjög grimmur stundum en sem betur fer poppaði upp Nikolaj Hansen og tryggði okkur titilinn"

Hvað hefur Arnar eiginlega að segja um mann leiksins Nikolaj Hansen sem skoraði tvö mörk í kvöld eftir að hafa komið inn af bekknum?

"Við erum auðvitað búnir að sakna hans mjög mikið í sumar, hann er búinn að spila rosalega lítið af mínútum og það sterkur póstur fyrir okkur í fyrra. Þvílíkur karakter hann er gríðarlega mikilvægur fyrir okkar hóp. Ég spurði sjúkraþjálfarann eftir leik hversu mikið hann gæti spilað og hann svaraði mér 30 mínútur en hann þurfti að spila aðeins meira en bara tvö alvöru framherjamörk sem hann gerir hvað best"

Hvað gera þessi úrslit fyrir Víkinga upp á framhaldið í Bestu Deildinni þar sem Víkingar eru 8 stigum frá Breiðablik á toppi deildarinnar?

"Þetta getur gert tvennt og það sem ég vonast eftir er að þetta gefi okkur hugarró, búnir að tryggja Evrópusæti þannig við getum virkilega einbeitt okkur að þessari baráttu sem framundan er. Ég vona að standard-inn í klúbbnum sé orðinn þannig að við gefum virkilega allt í þetta sem eftir er. Þetta getur líka virkað á hinn bóginn, búnir að tryggja Evrópu, búnir að tryggja okkur titil og þetta getur allt farið til fjandans og þetta getur allt farið til fjandans og það má aldrei gerast"

Hvaða skilaboð hefur Arnar til stuðningsmanna Víkings?

"Þið eruð ótrúlegir, takk kærlega fyrir stuðninginn. Við erum búinir að gera þetta saman allur hópurinn og allur klúbburinn, leikmenn, staff og þjálfarar og þið stuðningsmenn eigið svo sannarlega stóran hlut í okkar velgengni"

Til hamingju allir Víkingar.
Athugasemdir
banner
banner