Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fös 01. nóvember 2024 18:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
UEFA sektar Fiorentina og stuðningsmenn í tveggja leikja bann
Albert Guðmundsson og Moise Kean fagna
Albert Guðmundsson og Moise Kean fagna
Mynd: EPA

Fiorentina hefur fengið 50 þúsund evru sekt vegna hegðunar stuðningsmanna liðsins gegn St. Gallen í Sambandsdeildinni.


Fiorentina vann svissneska liðið St. Gallen 4-2 í Sviss í Sambandsdeildinni í síðasta mánuði. Stuðningsmenn ítalska liðsins köstuðu blysum ítrekað úr stúkunni og unnu skemdarverk á stúkunni.

UEFA hefur bannað Fiorentina að selja miða á næstu tvo útileiki liðsins í Sambandsdeildinni og félagið mun þurfa að borga skemmdir sem urðu á stúku svissneska liðsins.

Næstu útileikir Fiorentina eru gegn APOEL í næstu viku og gegn Vitoria í lokaumferð deildakeppninnar 19. desember.

Albert Guðmundsson er leikmaður Fiorentina en hann var ekki með gegn St. Gallen vegna meiðsla og hefur ekki spilað síðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner