sun 01. desember 2019 22:02
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Spánn: Messi tryggði Börsungum stigin þrjú í stórleiknum
Messi reyndist hetja Barcelona í kvöld, ekki í fyrsta skipti og örugglega ekki í það síðasta.
Messi reyndist hetja Barcelona í kvöld, ekki í fyrsta skipti og örugglega ekki í það síðasta.
Mynd: Getty Images
Það fór fram stórleikur í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar Atletico Madrid tók á móti Barcelona.

Áhorfendur þurftu að bíða lengi eftir fyrsta markinu en það gerði Argentínumaðurinn snjalli Lionel Messi á 86. mínútu. Þetta mark var eina mark leiksins og Barcelona náði sér því þarna í þrjú mikilvæg stig í toppbaráttunni.

Atletico Madrid er í 6. sæti með 25 stig en Barcelona í betri málum, búnir að jafna Real Madrid að stigum á toppi deildarinnar með 31 stig og eru á toppnum með betri markatölu.

Fyrr í dag fóru fram fjórir leikir. Það var boðið upp á markaveislu þegar Espanyol og Osasuna mættust, lokatölur þar 2-4.

Atletic Bilbao hafði betur gegn Granada á heimavelli, 2-0. Getafe sigraði Levante örugglega á heimavelli 4-0 og Sevilla vann nauman sigur á Leganes.

Hér að neðan má sjá úrslit og markaskorara dagsins.

Atletico Madrid 0 - 1 Barcelona
0-1 Lionel Andres Messi ('86 )

Athletic 2 - 0 Granada CF
1-0 Raul Garcia ('41 , víti)
2-0 Yuri Berchiche ('83 )

Espanyol 2 - 4 Osasuna
1-0 Marc Roca ('20 , víti)
1-1 Ruben Garcia ('46 )
1-2 Ezequiel Avila ('49 )
1-3 Jon Moncayola ('84 )
1-4 Roberto Torres ('90 , víti)
2-4 Jonathan Calleri ('90 )
Rautt spjald:Facundo Roncaglia, Osasuna ('52)

Getafe 4 - 0 Levante
1-0 Leandro Cabrera ('54 )
2-0 Jorge Molina ('60 , víti)
3-0 Angel Rodriguez ('67 )

Sevilla 1 - 0 Leganes
1-0 Diego Carlos ('63 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 29 22 6 1 64 20 +44 72
2 Barcelona 29 19 7 3 60 34 +26 64
3 Girona 29 19 5 5 59 34 +25 62
4 Athletic 29 16 8 5 50 26 +24 56
5 Atletico Madrid 29 17 4 8 54 34 +20 55
6 Real Sociedad 29 12 10 7 42 31 +11 46
7 Betis 29 10 12 7 34 33 +1 42
8 Valencia 28 11 7 10 32 32 0 40
9 Getafe 29 9 11 9 37 42 -5 38
10 Villarreal 29 10 8 11 47 51 -4 38
11 Las Palmas 29 10 7 12 29 32 -3 37
12 Osasuna 29 10 6 13 33 43 -10 36
13 Alaves 29 8 8 13 26 35 -9 32
14 Mallorca 29 6 12 11 25 35 -10 30
15 Vallecano 29 6 11 12 25 38 -13 29
16 Sevilla 29 6 10 13 36 44 -8 28
17 Celta 29 6 9 14 32 44 -12 27
18 Cadiz 29 3 13 13 20 40 -20 22
19 Granada CF 28 2 8 18 30 58 -28 14
20 Almeria 29 1 10 18 28 57 -29 13
Athugasemdir
banner
banner
banner