Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 01. desember 2021 18:24
Brynjar Ingi Erluson
Fær 10 milljónir punda ef honum tekst að fá Haaland
Ralf Rangnick
Ralf Rangnick
Mynd: EPA
Þýska blaðið Bild segir frá því í dag að Ralf Rangnick fái tíu milljónir punda í vasann ef honum tekst að sannfæra norska framherjann Erling Braut Haaland um að ganga til liðs við Manchester United næsta sumar.

Rangnick var ráðinn sem bráðabirgðastjóri United út tímabilið og þá verður hann sérstakur ráðgjafi félagsins næstu tvö ár.

United ætlar að styrkja lið sitt næsta sumar og er Haaland einn heitasti bitinn á markaðnum.

Öll stærstu félög Evrópu bítast um hann en United ætlar greinilega að leggja allt í sölurnar því samkvæmt Bild þá er félagið reiðubúið að gefa Rangnick 10 milljónir punda í vasann ef honum tekst að sannfæra Haaland um að koma til United.

Chelsea og Real Madrid eru þau félög sem eru talin líklegust til að hreppa Haaland en hann mun þó kosta sitt. Mino Raiola, umboðsmaður framherjans, telur að félagaskiptin gætu orðið þau dýrustu í sögunni eða í kringum 300 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner
banner