Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 01. desember 2022 17:33
Elvar Geir Magnússon
Ætlum að finna götin á svissneska ostinum
Dragan Stojkovic.
Dragan Stojkovic.
Mynd: Getty Images
„Við viljum gjarnan tala um ostinn þeirra og ætlum að finna veikleikana, götin, til að ná úrslitum," segir Dragan Stojkovic, landsliðsþjálfari Serbíu, liðið mætir Sviss á morgun.

Serbar eru tveimur stigum á eftir Sviss í G-riðli og verða að vinna annað kvöld til að eiga möguleika á að komast í 16-liða úrslit. Serbía hefur aldrei komist í útsláttarkeppni HM.

Sviss þarf aðeins jafntefli, ef Kamerún vinnur ekki Brasilíu.

„Við vissum um leið og búið var að draga í riðlana að Brasilía er í algjörum sérflokki og að við myndum berjast við Kamerún og Sviss um annað sætið."

„Við vissum að leikurinn gegn Sviss yrði mjög mikilvægur og það er núna raunin. Það hefur ýmislegt komið á óvart á HM en við verðum klárir."

Stojkovic segir að Dusan Vlahovic, sóknarmaður Juventus, sé klár í slaginn en vill ekki staðfesta hvort hann verði í byrjunarliðinu. Vlahovic hefur byrjað á bekknum í báðum leikjum Serbíu á mótinu til þessa.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner