Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 01. desember 2022 13:00
Elvar Geir Magnússon
Allir vilja skrifa neikvæðar fréttir um Belgíu
Roberto Martínez.
Roberto Martínez.
Mynd: Getty Images
„Það reyna allir að skrifa neikvæðar fréttir um mitt lið," segir Roberto Martínez, þjálfari Belgíu.

Belgar eru í öðru sæti FIFA heimslistans og unnu Kanadamenn naumlega áður en þeir töpuðu fyrir Marokkó.

Samkvæmt fréttum er óeining innan hópsins en Thibaut Courtois markvörður segir þær fréttir vera uppspuna.

„Sumir eru gjarnir á að stökkva á falsfréttir. Það er hreinlega magnað. Það virðist vera vilji allra að finna neikvæðar fréttir um liðið í stað þess að njóta hæfileikaríkustu kynslóðar sem við höfum haft í belgískum fótbolta," segir Martínez.

Belgar leika gegn Króötum í dag klukkan 15. Belgía er öruggt áfram með sigri. Jafntefli dugar ef Marokkó tapar gegn Kanada.

Belgía hefur komist að minnsta kosti í 8-liða úrslit í síðustu fjórum stórmótum. Liðið endaði í þriðja sæti á HM 2018.
Athugasemdir
banner
banner