Johnny Heitinga hefur verið ráðinn þjálfari Ajax í Hollandi út þetta keppnistímabil.
Heitinga tók við starfinu til bráðabirgða eftir að Alfred Schreuder var rekinn í síðustu viku.
Árangurinn undir stjórn Schreuder var ekki boðlegur fyrir Ajax og þess vegna var hann látinn taka pokann sinn. Heitinga stýrði liðinu gegn Excelsior um síðustu helgi og þar fór liðið með þægilegan sigur af hólmi, 1-4.
Ajax hefur talað við nokkra stjóra en að lokum var Heitinga talinn vera besti kosturinn.
Heitinga er uppalinn hjá Ajax en hann lék líka lengi með Everton á sínum leikmannaferli. Þá lék hann 87 A-landsleiki fyrir Holland.
Athugasemdir