Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 02. mars 2021 19:10
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Man City og Wolves: Pep gerir sex breytingar
Sterling kemur inn.
Sterling kemur inn.
Mynd: Getty Images
Adama byrjar.
Adama byrjar.
Mynd: Getty Images
27. umferðin í ensku úrvalsdeildinni hefst í kvöld með leik Manchester City og Wolves á Etihad vellinum í Manchester.

Chris Kavanagh verður á flautunni í leiknum en heimamenn hafa verið óstöðvandi upp á síðkastið. City er með tólf stiga forystu á toppi deildarinnar. Liðið hefur unnið tuttugu leiki í röð í öllum keppnum.

Wolves hefur verið að malla inn stigunum að undanförnu og liðið situr nú í tólfta sæti deildarinnar og siglir hinn fræga lygna sjó um miðja deild.

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, gerir fimm breytingar frá sigurleiknum góða gegn West Ham um síðustu helgi.

Joao Cancelo, Aymeric Laporte, Rodrigo, Bernardo Silva, Raheem Sterling og Gabriel Jesus koma allir inn í byrjunarliðið hjá City.

Nuno Espirito Santo, stjóri Úlfanna, gerir eina breytingar frá jafnteflisleiknum gegn Newcastle United.

William Jose fer á bekkinn og inn kemur Ki-Jana Hoever.

Manchester City: Ederson, Walker, Dias, Laporte, Cancelo, Rodrigo, Bernardo, De Bruyne (C), Mahrez, Sterling, Jesus
(Varamenn: Steffen, Stones, Gündogan, Agüero, Zinchenko, Torres, Fernandinho, Foden, Garcia)

Wolves: Patricio, Saiss, Coady, Hoever, Semedo, Otto, Dendocker, Neves, Moutinho, Adama, Neto.
(Varamenn: Ruddi, Jose, Nouri, Boly, Silva, White, Vitinha, Kilman, Otasowie)

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner