Salah aftur til Roma - Bruno Fernandes á förum? - Sterling til West Ham - Goretzka í enskt stórlið?
banner
   mán 02. október 2023 18:08
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Fulham og Chelsea: Palmer inn fyrir Sterling
Mynd: Chelsea
Mynd: EPA
Fulham tekur á móti Chelsea í Lundúnaslag sem er eini leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni og jafnframt síðasti leikur helgarinnar.

Fulham hefur farið betur af stað heldur en Chelsea og gerir Marco Silva knattspyrnustjóri eina breytingu á liðinu sem gerði jafntefli við Crystal Palace í siðustu umferð, þar sem Harry Wilson kemur inn fyrir Bobby Decordova-Reid sem fer á bekkinn.

Mauricio Pochettino gerir þrjár breytingar á liði Chelsea frá tapi gegn Aston Villa, en hann neyðist til að skipta Nicolas Jackson og Malo Gusto út vegna þess að þeir eru í leikbanni. Auk þeirra dettur Raheem Sterling úr byrjunarliðinu.

Mykhailo Mudryk heldur byrjunarliðssæti sínu í framlínunni en Armando Broja og Cole Palmer fá einnig tækifæri. Þeir koma inn í byrjunarliðið fyrir Jackson og Sterling, á meðan Marc Cucurella kemur inn fyrir Malo Gusto.

Það vekur athygli að Pochettino kjósi að nota Palmer í staðinn fyrir Sterling, en ungstirnið var keypt frá Manchester City í sumar. Palmer var í byrjunarliði Chelsea í deildabikarnum í vikunni og lagði eina mark leiksins upp í sigri gegn Brighton.

Pochettino segir að Sterling sé búinn að vera veikur síðustu daga og hafi ekkert getað æft með liðinu um helgina, þess vegna dettur hann á bekkinn.

Fulham: Leno, Castagne, Diop, Ream, Robinson, Reed, Palhinha, Pereira, Wilson, Jimenez, Willian
Varamenn: Rodak, Bassey, Decordova-Reid, Cairney, Ballo-Toure, Muniz, Iwobi, Vinicius, Lukic

Chelsea: Sanchez, Disasi, Silva, Colwill, Cucurella, Gallagher, Caicedo, Fernandez, Mudryk, Broja, Palmer
Varamenn: Petrovic, Sterling, Ugochukwu, Maatsen, Washington, Gilchrist, Brooking, Matos, Madueke
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 19 14 3 2 37 12 +25 45
2 Man City 19 13 2 4 43 17 +26 41
3 Aston Villa 19 12 3 4 30 23 +7 39
4 Liverpool 19 10 3 6 30 26 +4 33
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 19 7 8 4 20 18 +2 29
8 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
9 Brentford 19 8 3 8 28 26 +2 27
10 Crystal Palace 19 7 6 6 22 21 +1 27
11 Fulham 19 8 3 8 26 27 -1 27
12 Tottenham 19 7 5 7 27 23 +4 26
13 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
14 Brighton 19 6 7 6 28 27 +1 25
15 Bournemouth 19 5 8 6 29 35 -6 23
16 Leeds 19 5 6 8 25 32 -7 21
17 Nott. Forest 19 5 3 11 18 30 -12 18
18 West Ham 19 3 5 11 21 38 -17 14
19 Burnley 19 3 3 13 20 37 -17 12
20 Wolves 19 0 3 16 11 40 -29 3
Athugasemdir
banner
banner