Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 02. desember 2021 19:58
Brynjar Ingi Erluson
Holland: Fyrsti sigur AZ síðan í lok október
Albert Guðmundsson er fastamaður í liði AZ
Albert Guðmundsson er fastamaður í liði AZ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar sem vann Fortuna Sittard, 2-1, í hollensku deildinni í kvöld en þetta var fyrsti sigur AZ síðan í lok október.

AZ lagði PEC Zwolle, 3-2, þann 30. október en síðan þá hefur liðið gert tvö jafntefli og tapað einum.

Heimamenn lentu undir eftir níu mínútur en jöfnuðu undir lok fyrri hálfleiks. Jesper Karlsson skoraði sigurmark AZ í byrjun síðari hálfleiks eftir stoðsendingu frá hollenska vinstri bakverðinum Owen Wijndal.

Albert var í byrjunarliði AZ og átti fínan leik en honum var skipt af velli á 86. mínútu.

AZ er í 8. sæti deildarinnar með 20 stig.
Athugasemdir
banner
banner