Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
banner
   fim 02. desember 2021 11:30
Elvar Geir Magnússon
Öskraði á Marcel Brands - Allt á suðupunkti á Goodison Park
Það sýður á stuðningsmönnum Everton en mikil reiði ríkti á Goodison Park í gær þegar liðið tapaði gegn erkifjendunum í Liverpool. Rafa Benítez og lærisveinar eru án sigurs í síðustu sjö deildarleikjum.

Óánægja stuðningsmanna fór ekki framhjá nokkrum manni á vellinum í gær og myndband gengur um samfélagsmiðla þar sem maður sést öskra á Hollendinginn Marcel Brands, yfirmann fótboltamála hjá félaginu.

Hann spyr Brands hvort hann hafi keypt þessa leikmenn sem væru á vellinum.

„Hvað finnst þér um það? Keyptir þú þessa leikmenn?" öskrar maðurinn, segir svo að frammistaðan hafi verið algjör skítur og biður Brands að „fara frá félaginu okkar".

Brands svaraði manninum: „Heldur þú að þetta séu bara leikmennirnir?" - Svar sem margir telja að sé skot á Benítez og/eða stjórnina.

Þúsundir stuðningsmanna Everton voru löngu búnir að yfirgefa leikvanginn áður en flautað var til leiksloka í þessu 4-1 tapi í gær. „Rekið stjórnina! var kallað í stúkunni og þá var lausamunum kastað út á völlinn.

Everton er í fjórtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar en framundan er heimaleikur gegn Arsenal og svo útileikir gegn Crystal Palace og Chelsea.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner
banner