
Úrúgvæ fékk úr leik þrátt fyrir sigur á Gana í kvöld.
Ronald Araujo miðvörður Barcelona var valinn í leikmannahópinn þrátt fyrir meiðsli en hann tók engan þátt á mótinu.
Hann var valinn í mikilli óþökk Barcelona. Joan Laporta forseti Barcelona hafði miklar áhyggjur af leikmanninum en Úrúgvæ fullvissaði hann um að þeir myndu setja heilsu hans í fyrsta sæti.
Araujo er enn að jafna sig eftir aðgerð sem hann gekkst undir í september en hann hefur ekkert spilað síðan hann meiddist í leik með Úrúgvæ gegn Íran í lok september.
Athugasemdir